Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík?
Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökunni, hafa sameiginlega æða- og líknarbelgi eða ekki. Almennt gildir að eftir því sem klofnunin verður seinna þeim mun líklegra er að tvíburarnir deili með sér legköku. Klofnunin getur orðið strax í upphafi fósturvísisstigs þegar fóstrið er aðeins ein fruma, frjóvgað eggið eða okfruman. Okfruman skiptist í tvær dótturfrumur en í staðinn fyrir að loða saman eins og gerist venjulega losna þær frá hvor annarri og þroskast áfram sín í hvoru lagi. Þannig þroskast þær í tvö aðskilin fóstur sem verða að tveimur óháðum einstaklingum. Þar sem fósturvísarnir eru komnar af sömu okfrumu og þar með sömu sáð- og eggfrumu, hafa þeir fengið sama erfðaefnið (DNA) „í vöggugjöf“. Það er því ekki skrýtið að eineggja tvíburar séu nauðalíkir, erfðaefni þeirra er það sama.

Eineggja tvíburar eru venjulega líkari þegar þeir eru yngri. Umhverfisáhrif valda því svo að þeir verða ólíkari með árunum.

Mary-Kate og Ashley Olsen er frægir, eineggja tvíburar. Ef þær myndu para sig við aðra eineggja tvíbura eru líkurnar á að börnin þeirra verði lík þær sömu og líkurnar á að systkini verði lík.
- Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni? eftir Guðmund Eggertsson
- Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi? eftir ÞV
- Er arfgengt að eignast tvíbura? eftir EDS
- Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar? eftir Magnús Jóhannsson
- Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Mynd af ungum tvíburum: Pixabay.
- Mynd af Olsen tvíburasystrum: Wikimedia Commons.