Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík?

Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökunni, hafa sameiginlega æða- og líknarbelgi eða ekki. Almennt gildir að eftir því sem klofnunin verður seinna þeim mun líklegra er að tvíburarnir deili með sér legköku. Klofnunin getur orðið strax í upphafi fósturvísisstigs þegar fóstrið er aðeins ein fruma, frjóvgað eggið eða okfruman. Okfruman skiptist í tvær dótturfrumur en í staðinn fyrir að loða saman eins og gerist venjulega losna þær frá hvor annarri og þroskast áfram sín í hvoru lagi. Þannig þroskast þær í tvö aðskilin fóstur sem verða að tveimur óháðum einstaklingum. Þar sem fósturvísarnir eru komnar af sömu okfrumu og þar með sömu sáð- og eggfrumu, hafa þeir fengið sama erfðaefnið (DNA) „í vöggugjöf“. Það er því ekki skrýtið að eineggja tvíburar séu nauðalíkir, erfðaefni þeirra er það sama.

Eineggja tvíburar eru venjulega líkari þegar þeir eru yngri. Umhverfisáhrif valda því svo að þeir verða ólíkari með árunum.

Erfðaefni tvíburanna er þó ekki endilega alveg eins við fæðingu þeirra þar sem stökkbreytingar geta orðið á erfðaefni einstakra líkamsfruma. Þetta breytir erfðasamsetningu þeirrar frumu miðað við hvernig hún var í upprunalegu okfrumunni, sem er móðurfruma allra fruma í líkama einstaklings. Einnig geta umhverfisáhrif þegar í leginu haft ólík áhrif á fósturþroska og þá svipgerð sem kemur fram í fóstrunum. Áhrif umhverfis verða svo enn sterkari eftir fæðingu tvíburanna og með tímanum verða þeir að einhverju leyti frábrugðnir hvor öðrum. Þar sem umhverfið getur haft ólík áhrif á erfðaefni tvíbura eykst munurinn á þeim sífellt með aldri, jafnvel þó þeir búi í sama umhverfi, jafnvel saman, alla ævi. Við slíkar kringumstæður verða þeir þó aldrei mjög ólíkir, en mun meiri líkur eru á að töluverður munur sé á tvíburum sem alast upp í ólíku umhverfi.

Ef eineggja tvíburasystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn eru líkurnar á því að börnin yrðu lík álíka miklar og líkurnar á að systkini verði lík. Miðað við það sem áður segir um erfðamengi eineggja tvíbura er ljóst að líta mætti á slík pör sem tvöfalt sett af sömu erfðamengjum. Þá er miðað við ekki sé tekið tillit til stökkbreytinga í kynfrumum.

Mary-Kate og Ashley Olsen er frægir, eineggja tvíburar. Ef þær myndu para sig við aðra eineggja tvíbura eru líkurnar á að börnin þeirra verði lík þær sömu og líkurnar á að systkini verði lík.

Fjöldi möguleika á að mynda kynfrumur er gífurlegur hjá hverjum einstaklingi og því eru ekki miklar líkur á að það myndist kynfrumur með nákvæmlega sömu erfðasamsetninguna. Þetta á að sjálfsögðu við hjá báðum foreldrum hvers barns. Það eru svo aftur litlar líkur á því að kynfrumur sem hafa svipaða erfðasamsetningu séu einmitt þær kynfrumur sem frjóvgast og myndi okfrumu. Það eru því ekki miklar líkur á að tvö pör af eineggja tvíburum eignist tvö eins börn. Það eru hins vegar talsvert meiri líkur á því að þau verði lík heldur en gengur og gerist á meðal systkinabarna. Mun líklegra er þó að einhverjir eiginleikar séu sameiginlegir og aðrir ekki. Þetta er eins og gerist með systkini, stundum eru þau mjög lík en stundum alls ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

19.12.2007

Síðast uppfært

15.6.2018

Spyrjandi

Guðrún Ágústsdóttir
Arna Ólafsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6970.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 19. desember). Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6970

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík?

Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökunni, hafa sameiginlega æða- og líknarbelgi eða ekki. Almennt gildir að eftir því sem klofnunin verður seinna þeim mun líklegra er að tvíburarnir deili með sér legköku. Klofnunin getur orðið strax í upphafi fósturvísisstigs þegar fóstrið er aðeins ein fruma, frjóvgað eggið eða okfruman. Okfruman skiptist í tvær dótturfrumur en í staðinn fyrir að loða saman eins og gerist venjulega losna þær frá hvor annarri og þroskast áfram sín í hvoru lagi. Þannig þroskast þær í tvö aðskilin fóstur sem verða að tveimur óháðum einstaklingum. Þar sem fósturvísarnir eru komnar af sömu okfrumu og þar með sömu sáð- og eggfrumu, hafa þeir fengið sama erfðaefnið (DNA) „í vöggugjöf“. Það er því ekki skrýtið að eineggja tvíburar séu nauðalíkir, erfðaefni þeirra er það sama.

Eineggja tvíburar eru venjulega líkari þegar þeir eru yngri. Umhverfisáhrif valda því svo að þeir verða ólíkari með árunum.

Erfðaefni tvíburanna er þó ekki endilega alveg eins við fæðingu þeirra þar sem stökkbreytingar geta orðið á erfðaefni einstakra líkamsfruma. Þetta breytir erfðasamsetningu þeirrar frumu miðað við hvernig hún var í upprunalegu okfrumunni, sem er móðurfruma allra fruma í líkama einstaklings. Einnig geta umhverfisáhrif þegar í leginu haft ólík áhrif á fósturþroska og þá svipgerð sem kemur fram í fóstrunum. Áhrif umhverfis verða svo enn sterkari eftir fæðingu tvíburanna og með tímanum verða þeir að einhverju leyti frábrugðnir hvor öðrum. Þar sem umhverfið getur haft ólík áhrif á erfðaefni tvíbura eykst munurinn á þeim sífellt með aldri, jafnvel þó þeir búi í sama umhverfi, jafnvel saman, alla ævi. Við slíkar kringumstæður verða þeir þó aldrei mjög ólíkir, en mun meiri líkur eru á að töluverður munur sé á tvíburum sem alast upp í ólíku umhverfi.

Ef eineggja tvíburasystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn eru líkurnar á því að börnin yrðu lík álíka miklar og líkurnar á að systkini verði lík. Miðað við það sem áður segir um erfðamengi eineggja tvíbura er ljóst að líta mætti á slík pör sem tvöfalt sett af sömu erfðamengjum. Þá er miðað við ekki sé tekið tillit til stökkbreytinga í kynfrumum.

Mary-Kate og Ashley Olsen er frægir, eineggja tvíburar. Ef þær myndu para sig við aðra eineggja tvíbura eru líkurnar á að börnin þeirra verði lík þær sömu og líkurnar á að systkini verði lík.

Fjöldi möguleika á að mynda kynfrumur er gífurlegur hjá hverjum einstaklingi og því eru ekki miklar líkur á að það myndist kynfrumur með nákvæmlega sömu erfðasamsetninguna. Þetta á að sjálfsögðu við hjá báðum foreldrum hvers barns. Það eru svo aftur litlar líkur á því að kynfrumur sem hafa svipaða erfðasamsetningu séu einmitt þær kynfrumur sem frjóvgast og myndi okfrumu. Það eru því ekki miklar líkur á að tvö pör af eineggja tvíburum eignist tvö eins börn. Það eru hins vegar talsvert meiri líkur á því að þau verði lík heldur en gengur og gerist á meðal systkinabarna. Mun líklegra er þó að einhverjir eiginleikar séu sameiginlegir og aðrir ekki. Þetta er eins og gerist með systkini, stundum eru þau mjög lík en stundum alls ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:...