Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Langflestir tvíburar eru tvíeggja en því miður hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvernig hlutfallið á milli eineggja og tvíeggja tvíbura er á Íslandi. Hins vegar má nálgast upplýsingar um fjölburafæðingar á heimasíðu Hagstofu Íslands, þar með talið tvíburafæðingar, en ekki er tilgreint hversu mörg egg koma við sögu í hvert skipti.

Eins og sjá má á mynd 1 hér að neðan hafa verið nokkrar sveiflur í fjölda fæðinga (einbura og fjölbura) á Íslandi á 25 ára tímabili frá 1977 til 2001. Á þessu tímabili voru flestar fæðingar árið 1990 eða 4.731 talsins. Fæstar fæðingar voru árið 1985 en þá voru 3.812 fæðingar á landinu. Þróunin síðustu 15 ár er þó greinilega í þá átt að fæðingum fer fækkandi.



Ef við skoðum fjölburafæðingar á þessu sama tímabili (mynd 2) kemur í ljós að fram til ársins 1990 voru tvíburafæðingar alltaf undir 50 á ári. Á tímabilinu 1977-1990 var hlutfall tvíburafæðinga 0,7-1,2 % allra fæðinga á Íslandi. Þríburafæðingar voru mjög sjaldgæfar á þessum árum, flestar urðu þær 3 árið 1985 en mörg árin fæddust engir þríburar á Íslandi. Frá árinu 1991 hefur tíðni fjölburafæðinga aukist nokkuð. Tvíburafæðingar á þessu tímabili hafa verið frá 62 til 87 á ári, eða 1,4-2% allra fæðinga. Að minnsta kosti ein og allt upp í 6 þríburafæðingar hafa verið á ári á þessu sama tímabili.



Skýringin á auknum fjölda fjölburafæðinga tengist án efa tæknifrjóvgunum. Undir lok 9. áratugar síðustu aldar fóru fyrstu íslensku pörin í glasafrjóvgun til Englands og árið 1991 hóf tæknifrjóvgunardeild Landspítalans starfsemi sína. Deildin var síðan stækkuð árið 1996 og í kjölfarið var hægt að sinna fleiri pörum.

Ástæða þess að tíðni fjölburafæðinga er meiri þegar um er að ræða tæknifrjóvganir er sú að oft eru frjóvguð fleiri en eitt egg í hvert sinn. Sem dæmi má nefna að árið 1997 voru 27,8% fæðinga í kjölfar glasafrjóvgunar tvíburafæðingar og 4,8% þríburafæðingar. Á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum hefur þó verið vaxandi tilhneiging til að koma fyrir færri fósturvísum til þess að fækka fjölburafæðingum. Hugsanlega skýrir það færri fjölburafæðingar allra síðustu ár.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.7.2003

Spyrjandi

Sigrún Árnadóttir
Iðunn Garðarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3617.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 29. júlí). Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3617

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?
Langflestir tvíburar eru tvíeggja en því miður hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvernig hlutfallið á milli eineggja og tvíeggja tvíbura er á Íslandi. Hins vegar má nálgast upplýsingar um fjölburafæðingar á heimasíðu Hagstofu Íslands, þar með talið tvíburafæðingar, en ekki er tilgreint hversu mörg egg koma við sögu í hvert skipti.

Eins og sjá má á mynd 1 hér að neðan hafa verið nokkrar sveiflur í fjölda fæðinga (einbura og fjölbura) á Íslandi á 25 ára tímabili frá 1977 til 2001. Á þessu tímabili voru flestar fæðingar árið 1990 eða 4.731 talsins. Fæstar fæðingar voru árið 1985 en þá voru 3.812 fæðingar á landinu. Þróunin síðustu 15 ár er þó greinilega í þá átt að fæðingum fer fækkandi.



Ef við skoðum fjölburafæðingar á þessu sama tímabili (mynd 2) kemur í ljós að fram til ársins 1990 voru tvíburafæðingar alltaf undir 50 á ári. Á tímabilinu 1977-1990 var hlutfall tvíburafæðinga 0,7-1,2 % allra fæðinga á Íslandi. Þríburafæðingar voru mjög sjaldgæfar á þessum árum, flestar urðu þær 3 árið 1985 en mörg árin fæddust engir þríburar á Íslandi. Frá árinu 1991 hefur tíðni fjölburafæðinga aukist nokkuð. Tvíburafæðingar á þessu tímabili hafa verið frá 62 til 87 á ári, eða 1,4-2% allra fæðinga. Að minnsta kosti ein og allt upp í 6 þríburafæðingar hafa verið á ári á þessu sama tímabili.



Skýringin á auknum fjölda fjölburafæðinga tengist án efa tæknifrjóvgunum. Undir lok 9. áratugar síðustu aldar fóru fyrstu íslensku pörin í glasafrjóvgun til Englands og árið 1991 hóf tæknifrjóvgunardeild Landspítalans starfsemi sína. Deildin var síðan stækkuð árið 1996 og í kjölfarið var hægt að sinna fleiri pörum.

Ástæða þess að tíðni fjölburafæðinga er meiri þegar um er að ræða tæknifrjóvganir er sú að oft eru frjóvguð fleiri en eitt egg í hvert sinn. Sem dæmi má nefna að árið 1997 voru 27,8% fæðinga í kjölfar glasafrjóvgunar tvíburafæðingar og 4,8% þríburafæðingar. Á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum hefur þó verið vaxandi tilhneiging til að koma fyrir færri fósturvísum til þess að fækka fjölburafæðingum. Hugsanlega skýrir það færri fjölburafæðingar allra síðustu ár.

Heimildir:...