Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 765 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?

Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?

Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hlátri?

“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða? Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir eins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara flugur á veturna?

Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar? Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...

category-iconVísindavefur

Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?

Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið fimbulfamb?

Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?

Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita. Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

Fleiri niðurstöður