Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita.

Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með bókstöfunum 'a' og 'b' er hægt að búa til. Ef lengdin er 3 getum við búið til orðin 'aaa', 'aab', 'aba', 'abb', 'baa', 'bab', 'bba', 'bbb', eða samtals 8. Eftir smá umhugsun sjáum við að fyrir hvern bókstaf í orðinu höfum við tvo möguleika, og því er fjöldi orðanna 2^n, þar sem n er lengd orðsins. Fléttufræði er nýtt á öðrum sviðum stærðfræðinnar, sem og á sviðum eins og erfðafræði og tölvunarfræði.

Rannsóknir Hennings eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita.

Nýverið hafa rannsóknir Hennings snúist um reiknirit og forrit sem geta gert uppgötvanir í fléttufræði, og skrifað sannanir fyrir þeim. Niðurstöðurnar má finna á vefsíðunni combopal.ru.is. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að sjálfvirknivæða sannanir á sviði umraðanamynstra. Úttakið úr forritinu er myndræn sönnun á uppbyggingu umraðana sem forðast ákveðin mynstur. Þessa myndrænu lýsingu má síðan nota til að skilja uppbygginguna, sem og að telja hversu margar umraðanirnar eru. Forritið hefur enduruppgötvað margar sannanir sem áður voru skrifaðar heilar greinar um, sem og að búa til niðurstöður sem voru áður óþekktar.

Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika.

Henning er fæddur árið 1981 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2001. Hann lauk BS-námi í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 2004, MS-námi í stærðfræði við Brown-háskóla árið 2006 og PhD-námi í stærðfræði við sama skóla árið 2009. Eftir doktorsnámið starfaði hann sem nýdoktor við Háskólann í Reykjavík og síðar sem lektor.

Myndir:
  • Úr safni HAÚ.

Útgáfudagur

6.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75805.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75805

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75805>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?
Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita.

Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með bókstöfunum 'a' og 'b' er hægt að búa til. Ef lengdin er 3 getum við búið til orðin 'aaa', 'aab', 'aba', 'abb', 'baa', 'bab', 'bba', 'bbb', eða samtals 8. Eftir smá umhugsun sjáum við að fyrir hvern bókstaf í orðinu höfum við tvo möguleika, og því er fjöldi orðanna 2^n, þar sem n er lengd orðsins. Fléttufræði er nýtt á öðrum sviðum stærðfræðinnar, sem og á sviðum eins og erfðafræði og tölvunarfræði.

Rannsóknir Hennings eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita.

Nýverið hafa rannsóknir Hennings snúist um reiknirit og forrit sem geta gert uppgötvanir í fléttufræði, og skrifað sannanir fyrir þeim. Niðurstöðurnar má finna á vefsíðunni combopal.ru.is. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að sjálfvirknivæða sannanir á sviði umraðanamynstra. Úttakið úr forritinu er myndræn sönnun á uppbyggingu umraðana sem forðast ákveðin mynstur. Þessa myndrænu lýsingu má síðan nota til að skilja uppbygginguna, sem og að telja hversu margar umraðanirnar eru. Forritið hefur enduruppgötvað margar sannanir sem áður voru skrifaðar heilar greinar um, sem og að búa til niðurstöður sem voru áður óþekktar.

Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika.

Henning er fæddur árið 1981 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2001. Hann lauk BS-námi í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 2004, MS-námi í stærðfræði við Brown-háskóla árið 2006 og PhD-námi í stærðfræði við sama skóla árið 2009. Eftir doktorsnámið starfaði hann sem nýdoktor við Háskólann í Reykjavík og síðar sem lektor.

Myndir:
  • Úr safni HAÚ.

...