Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan er lakkrís upprunninn?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðið rassía og hvernig tengist það íslamstrú?

Uppurunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað? Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyn...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru skessusæti?

Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...

category-iconHagfræði

Hvað er píramídasvindl?

Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída. Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?

Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...

category-iconStærðfræði

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?

Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skotsilfur?

Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...

category-iconVísindi almennt

Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?

Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...

category-iconHagfræði

Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?

Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...

category-iconVísindi almennt

Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?

Fullyrðingin snýst um þann hóp manna sem drekkur um það bil einn tebolla á dag, án tillits til annarra einkenna þeirra sem í hópnum eru. Tíðni sjúkdómsins, til dæmis fjöldi tilfella á hvert þúsund einstaklinga, er þá önnur en meðaltalið hjá fólki yfirleitt. Líkur einstaklinganna hvers um sig kunna hins vegar að ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er andefni?

Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...

Fleiri niðurstöður