Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað sé hið sama og áður hafði verið ritað.

Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Oft eru höfð þankastrik á undan og á eftir.

Svipuð táknun endurtekningar á sér langa sögu. Á assýrískum fleygrúnatöflum frá tímabilinu 934–608 f.Kr. eru til að mynda notuð lárétt högg í slíku skyni á ýmiss konar listum. Einhvers konar tvítekningartákn finnast í mörgum menningarsamfélögum frá ólíkum tímum.

Ekki er minnst á þetta tákn í Íslenskum táknaheitum (2003) en það mætti til að mynda kalla það tvítekningarmerki, endurtekningarmerki eða jafnvel ítrekunarmerki.

Slíkt tvítekningarmerki (e. ditto mark) er frekar notað í handskrifuðum texta en texta rituðum í tölvu. Til þess að sýna það á prenti er yfirleitt mælt með því að nota tvíhögg ("), hangandi tvíkló (”) eða jafnvel tvö úrfellingarmerki í röð ('').

Í skrift er algengt að rita þankastrik eða annað strik bæði á undan og eftir tvítekningarmerki, til dæmis —”—, —''— , —”—. Strikin þjóna líklega því hlutverki að gera sjálft tvítekningarmerkið greinilegra eða álíkara á lengd því orði eða orðum sem endurtekin eru.

Slík strik, eitt eða fleiri, eru einnig oft notuð í heimildaskrám til að tákna endurtekið nafn höfundar. Þau eru einnig notuð í stað orðliða sem hafa verið teknir út til að komast hjá endurtekningu, til dæmis ís- og sælgætiskaup (fyrir ískaup og sælgætiskaup) (sjá ritreglur).

Í nótnaskrift er endurtekning sýnd með ákveðnum merkjum sem kölluð hafa verið endurtekningarmerki (e. repeat sign).

Heimildir:

Mynd:
  • JGÞ.

Í upprunalegu spurningunni notaði spyrjandi þessi tákn fyrir endurtekningarmerkið: -||-

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

5.3.2024

Spyrjandi

Björn Leví Gunnarsson

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86245.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2024, 5. mars). Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86245

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86245>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?
Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað sé hið sama og áður hafði verið ritað.

Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Oft eru höfð þankastrik á undan og á eftir.

Svipuð táknun endurtekningar á sér langa sögu. Á assýrískum fleygrúnatöflum frá tímabilinu 934–608 f.Kr. eru til að mynda notuð lárétt högg í slíku skyni á ýmiss konar listum. Einhvers konar tvítekningartákn finnast í mörgum menningarsamfélögum frá ólíkum tímum.

Ekki er minnst á þetta tákn í Íslenskum táknaheitum (2003) en það mætti til að mynda kalla það tvítekningarmerki, endurtekningarmerki eða jafnvel ítrekunarmerki.

Slíkt tvítekningarmerki (e. ditto mark) er frekar notað í handskrifuðum texta en texta rituðum í tölvu. Til þess að sýna það á prenti er yfirleitt mælt með því að nota tvíhögg ("), hangandi tvíkló (”) eða jafnvel tvö úrfellingarmerki í röð ('').

Í skrift er algengt að rita þankastrik eða annað strik bæði á undan og eftir tvítekningarmerki, til dæmis —”—, —''— , —”—. Strikin þjóna líklega því hlutverki að gera sjálft tvítekningarmerkið greinilegra eða álíkara á lengd því orði eða orðum sem endurtekin eru.

Slík strik, eitt eða fleiri, eru einnig oft notuð í heimildaskrám til að tákna endurtekið nafn höfundar. Þau eru einnig notuð í stað orðliða sem hafa verið teknir út til að komast hjá endurtekningu, til dæmis ís- og sælgætiskaup (fyrir ískaup og sælgætiskaup) (sjá ritreglur).

Í nótnaskrift er endurtekning sýnd með ákveðnum merkjum sem kölluð hafa verið endurtekningarmerki (e. repeat sign).

Heimildir:

Mynd:
  • JGÞ.

Í upprunalegu spurningunni notaði spyrjandi þessi tákn fyrir endurtekningarmerkið: -||-...