Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fleygletur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu.

Letrið var í formi mynda sem notaðar voru fyrir tiltekið hugtak, til dæmis guð, borg, mann, konung eða fjall, en einnig sem einkennandi fyrir eitthvað, svo sem hreyfingu, hljóð eða rennsli. Eftir því sem leturgerð Súmera þróaðist fóru þeir að grípa til notkunar atkvæðatákna; þannig stóð hver mynd ekki endilega fyrir heilt orð heldur fremur orðhluta. Framan af voru táknin rist í leir en síðar komust Súmerar upp á lag með að nota sérstaka fleyga sem þeir þrýstu ofan í leirinn.


Texti ritaður með fleygletri Súmera frá 26. öld f.Kr.

Akkadíumenn hófu að nota fleygletur sem þeir lærðu af Súmerum á þriðja árþúsundi f.Kr. Heimkynni Akkadíumanna voru eyðimerkur Arabíuskagans og Sýrland. Þeir voru af semitískum uppruna og mál þeirra telst því til semitískra mála. Um mitt þriðja árþúsund f.Kr. greindist mál Akkadíumanna í babýlónsku í suðurhluta heimkynna þeirra og assýrísku í norðri. Akkadíska var töluð í um 2500 ár og í um 2000 ár var fleygrúnaletrið notað.

Það sem greindi letur Akkadíumanna frá letri Súmera var að Akkadíumenn notuðu að mestu atkvæðaskrift en gripu til súmerskra myndtákna þegar þörf var á. Súmerska hafði verulega áhrif á þróun akkadísks orðaforða og á setningagerð.

Hetítar voru afar voldug þjóð frá því um 1800 f.Kr. og fram undir 1220 f.Kr. þegar ríki þeirra var lagt í rúst. Þeir voru eina indóevrópska þjóðin sem notaði fleygletur, en heimkynni þeirra voru í Litlu-Asíu. Hetítar notuðust nokkuð við myndletur en lærðu atkvæðaskriftina af Akkadíumönnum og notuðu eins og þeir súmersk myndtákn fyrir orð sem komu oft fyrir í textum. Hetítar notuðu leirtöflur sem þeir þrýstu fleygunum í og skrifuðu yfirleitt á töflurnar í tveimur dálkum.

Í höfuðborg sinni Hattusa, sem var ekki langt frá Ankara, geymdu Hetítar margvíslega texta í miklu „bókasafni“. Þessir textar geyma til dæmis lög, sögur af guðum Hetíta, konungum og sigrum þeirra, leiðbeiningar um hirðsiði, gerð hinna margvíslegu brauða sem notuð voru við trúarathafnir og tamningu hesta svo eitthvað sé nefnt. Það vildi heimsbyggðinni til happs að við það að höfuðborgin var brennd um 1200 f.Kr. hertust töflurnar í eldinum. Þær lágu grafnar í sand eins og höfuðborgin þar til uppgröftur hófst fyrir fáeinum áratugum. Hundruð texta hafa fundist sem menn keppast við að skrifa upp og lesa úr.


Nokkur sérhljóð skrifuð með fleygletri.

Þrjár gerðir fleyga voru notaðar til ritunar. Ein gerðin var eins og örvaroddur eins og sjá má á tákninu fyrir u á myndinni hér að ofan. Önnur var líkt og þríhyrningur með legg niður úr og sú þriðja eins og tveir þríhyrningar, hvor ofan á öðrum, með legg niður úr. Þessum fleygum var síðan raðað saman til þess að mynda sérhljóð eða atkvæði. Þríhyrningsfleygarnir voru notaðir bæði lárétt, til dæmis í a á myndinni, og lóðrétt eins og í i, lárétt og lóðrétt eins og í e, ú og ia, lárétt, lóðrétt og með örvaroddinum eins og í ua eða lárétt, lóðrétt, á ská og með örvaroddi eins og í ui.

Þar sem hittíska var atkvæðaskrift þurfti tákn fyrir hvert atkvæði, til dæmis ba, be, bi, bu og ab, ib, ub. Orðið fyrir vatn var til að mynda skrifað ua-a-ta-ar eða ua-a-at-ta-ar og þurfti þá fjögur tákn í fyrra skiptið en fimm í hið seinna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.1.2007

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Guðmundur Ármann Sigurjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er fleygletur?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2007, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6477.

Guðrún Kvaran. (2007, 23. janúar). Hvað er fleygletur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6477

Guðrún Kvaran. „Hvað er fleygletur?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2007. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu.

Letrið var í formi mynda sem notaðar voru fyrir tiltekið hugtak, til dæmis guð, borg, mann, konung eða fjall, en einnig sem einkennandi fyrir eitthvað, svo sem hreyfingu, hljóð eða rennsli. Eftir því sem leturgerð Súmera þróaðist fóru þeir að grípa til notkunar atkvæðatákna; þannig stóð hver mynd ekki endilega fyrir heilt orð heldur fremur orðhluta. Framan af voru táknin rist í leir en síðar komust Súmerar upp á lag með að nota sérstaka fleyga sem þeir þrýstu ofan í leirinn.


Texti ritaður með fleygletri Súmera frá 26. öld f.Kr.

Akkadíumenn hófu að nota fleygletur sem þeir lærðu af Súmerum á þriðja árþúsundi f.Kr. Heimkynni Akkadíumanna voru eyðimerkur Arabíuskagans og Sýrland. Þeir voru af semitískum uppruna og mál þeirra telst því til semitískra mála. Um mitt þriðja árþúsund f.Kr. greindist mál Akkadíumanna í babýlónsku í suðurhluta heimkynna þeirra og assýrísku í norðri. Akkadíska var töluð í um 2500 ár og í um 2000 ár var fleygrúnaletrið notað.

Það sem greindi letur Akkadíumanna frá letri Súmera var að Akkadíumenn notuðu að mestu atkvæðaskrift en gripu til súmerskra myndtákna þegar þörf var á. Súmerska hafði verulega áhrif á þróun akkadísks orðaforða og á setningagerð.

Hetítar voru afar voldug þjóð frá því um 1800 f.Kr. og fram undir 1220 f.Kr. þegar ríki þeirra var lagt í rúst. Þeir voru eina indóevrópska þjóðin sem notaði fleygletur, en heimkynni þeirra voru í Litlu-Asíu. Hetítar notuðust nokkuð við myndletur en lærðu atkvæðaskriftina af Akkadíumönnum og notuðu eins og þeir súmersk myndtákn fyrir orð sem komu oft fyrir í textum. Hetítar notuðu leirtöflur sem þeir þrýstu fleygunum í og skrifuðu yfirleitt á töflurnar í tveimur dálkum.

Í höfuðborg sinni Hattusa, sem var ekki langt frá Ankara, geymdu Hetítar margvíslega texta í miklu „bókasafni“. Þessir textar geyma til dæmis lög, sögur af guðum Hetíta, konungum og sigrum þeirra, leiðbeiningar um hirðsiði, gerð hinna margvíslegu brauða sem notuð voru við trúarathafnir og tamningu hesta svo eitthvað sé nefnt. Það vildi heimsbyggðinni til happs að við það að höfuðborgin var brennd um 1200 f.Kr. hertust töflurnar í eldinum. Þær lágu grafnar í sand eins og höfuðborgin þar til uppgröftur hófst fyrir fáeinum áratugum. Hundruð texta hafa fundist sem menn keppast við að skrifa upp og lesa úr.


Nokkur sérhljóð skrifuð með fleygletri.

Þrjár gerðir fleyga voru notaðar til ritunar. Ein gerðin var eins og örvaroddur eins og sjá má á tákninu fyrir u á myndinni hér að ofan. Önnur var líkt og þríhyrningur með legg niður úr og sú þriðja eins og tveir þríhyrningar, hvor ofan á öðrum, með legg niður úr. Þessum fleygum var síðan raðað saman til þess að mynda sérhljóð eða atkvæði. Þríhyrningsfleygarnir voru notaðir bæði lárétt, til dæmis í a á myndinni, og lóðrétt eins og í i, lárétt og lóðrétt eins og í e, ú og ia, lárétt, lóðrétt og með örvaroddinum eins og í ua eða lárétt, lóðrétt, á ská og með örvaroddi eins og í ui.

Þar sem hittíska var atkvæðaskrift þurfti tákn fyrir hvert atkvæði, til dæmis ba, be, bi, bu og ab, ib, ub. Orðið fyrir vatn var til að mynda skrifað ua-a-ta-ar eða ua-a-at-ta-ar og þurfti þá fjögur tákn í fyrra skiptið en fimm í hið seinna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

...