Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5372 svör fundust
Er himinninn blár á Mars?
Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn ver...
Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Hvað geta mörgæsir orðið stórar?
Keisaramörgæsir verða öllum mörgæsum stærstar. Þær geta orðið allt að 120 cm á hæð og vega á bilinu 21-40 kg. Nánar má lesa um þessar mörgæsir í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru til margar keisaramörgæsir? Með því að smella hér má finna fleiri fróðleg svör um mörgæsir á Vísindavefnum....
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...
Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Hvernig dreifist aska lóðrétt um lofthjúpinn?
Stöðugleiki lofthjúpsins hverju sinni ræður mjög lóðréttri blöndun ösku og mengunarefna. Lofthjúpnum er skipt í hvolf, neðst er veðrahvolfið og veðrahvörfin ofan á því. Veðrahvörfin eru svo stöðug að aðeins öflugustu gos geta borið ösku upp í heiðhvolfið þar ofan við. Stöðugleiki í veðrahvolfinu skiptir því oft...
Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?
Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hvernig myndast mangankúlur á hafsbotni?
Upprunalega spurningin hjóðaðið svona:Hvað getið þið sagt mér um myndun mangankúlna á hafsbotni og finnast slíkar kúlur við Ísland? Í nóvember 1990 var gerður út leiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni til að kanna stuttan kafla Reykjaneshryggjar þar sem þá stóð yfir jarðskjálftahrina. Botnsýni voru tekin...
Af hverju eru heimsálfurnar sjö?
Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás. Það er erfitt að finna eina endanlega...
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Hvað er dýpsta lægð í mb sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust?
Dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust var 919,7 mb. Loftþrýstingur er nú að jafnaði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega einingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), ...
Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?
Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...
Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...