Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3949 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígris...

category-iconLæknisfræði

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?

Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?

Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Zaraþústra?

Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...

category-iconLandafræði

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?

Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?

Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?

Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...

category-iconJarðvísindi

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru eldgos flokkuð?

Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efn...

category-iconStærðfræði

Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?

Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er deus ex machina?

Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sin...

Fleiri niðurstöður