Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru eldgos flokkuð?

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson

Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efnasamsetning, gasinnihald og afleiddir eiginleikar eins og seigja mestu fyrir goshætti, og af ytri aðstæðum vatn á yfirborði eða í efstu jarðlögum, en einnig styrkur og greypni jarðlaga. Víkkun gosrásar og gosops getur einnig gjörbreytt gosháttum sprengigosa.[1]

Flokkun Georges Walker (1973a, 1980) á sprengigosum út frá dreifingu gjósku og sundrunarstigi hennar. Á láréttum ás táknar Ad flatarmál (km2) þess landsvæðis sem er innan 1% jafnþykktarlínu (hlutfall af mestu þykkt fallinnar ösku). Á þeim lóðrétta er sundrunarstigið F(%) skilgreint sem hlutfall gjósku með kornastærð minni en 1 mm, í þeirri fjarlægð frá gíg þar sem þykkt öskulagsins er 10% af mestu þykkt.

Gosvirkni hefur verið skipt í nokkra flokka, byggða á lýsingum á gosháttum. Flestir draga nafn af stöðum þar sem ákveðnir goshættir eru algengir. Þessir flokkar eru hawaiísk, strombólsk, vúlkönsk, plinísk og surtseysk gos.[2] Flokkunin er ekki algild og alls ekki tæmandi. Í hana vantar meðal annars gos undir jökli og gos á hafsbotni, en fyrrnefnda gerðin er mjög algeng hér á landi. Á Íslandi eru basísk flæði- og sprengigos algengust. Þó má finna flestar gerðir eldgosa samkvæmt þessari flokkun hér á landi.

George Walker[3] setti fram hugmyndir sem miðuðu að því að tengja mælanlega eiginleika gjósku (það er sundrunarstig hennar og dreifingu) við goshættina er mynda hana. Hann notaði ofangreinda flokkun, en bætti við lágplinískum og háplinískum gosum.

Tilvísanir:
  1. ^ Wilson og fleiri, 1980. Explosive eruptions-IV. The control of magma properties and conduit geometry on eruption column behaviour. Geophysical Journal of the Royal Astronomical Society, 63, 117-148. Sparks og fleiri, 1977. Magma mixing: A mechanism for triggering acid explosive eruption. Nature, 267, 315-318.
  2. ^ Francis, P. og C. Oppenheimer, 2004. Volcanoes. Oxford university Press, Oxford. 521 bls.
  3. ^ Walker, G. P. L., 1973a. Explosive volcanic eruptions ‒ a new classification scheme. Geologische Rundschau, 62, 431-446. Walker, G. P. L., 1980. The Taupo Pumice: product of the most powerful known (ultraplinian) eruption. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 8, 69-94.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 92.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

18.9.2013

Síðast uppfært

4.3.2021

Spyrjandi

Hafrún Helga

Tilvísun

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvernig eru eldgos flokkuð?“ Vísindavefurinn, 18. september 2013, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65426.

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 18. september). Hvernig eru eldgos flokkuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65426

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvernig eru eldgos flokkuð?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2013. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65426>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru eldgos flokkuð?
Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efnasamsetning, gasinnihald og afleiddir eiginleikar eins og seigja mestu fyrir goshætti, og af ytri aðstæðum vatn á yfirborði eða í efstu jarðlögum, en einnig styrkur og greypni jarðlaga. Víkkun gosrásar og gosops getur einnig gjörbreytt gosháttum sprengigosa.[1]

Flokkun Georges Walker (1973a, 1980) á sprengigosum út frá dreifingu gjósku og sundrunarstigi hennar. Á láréttum ás táknar Ad flatarmál (km2) þess landsvæðis sem er innan 1% jafnþykktarlínu (hlutfall af mestu þykkt fallinnar ösku). Á þeim lóðrétta er sundrunarstigið F(%) skilgreint sem hlutfall gjósku með kornastærð minni en 1 mm, í þeirri fjarlægð frá gíg þar sem þykkt öskulagsins er 10% af mestu þykkt.

Gosvirkni hefur verið skipt í nokkra flokka, byggða á lýsingum á gosháttum. Flestir draga nafn af stöðum þar sem ákveðnir goshættir eru algengir. Þessir flokkar eru hawaiísk, strombólsk, vúlkönsk, plinísk og surtseysk gos.[2] Flokkunin er ekki algild og alls ekki tæmandi. Í hana vantar meðal annars gos undir jökli og gos á hafsbotni, en fyrrnefnda gerðin er mjög algeng hér á landi. Á Íslandi eru basísk flæði- og sprengigos algengust. Þó má finna flestar gerðir eldgosa samkvæmt þessari flokkun hér á landi.

George Walker[3] setti fram hugmyndir sem miðuðu að því að tengja mælanlega eiginleika gjósku (það er sundrunarstig hennar og dreifingu) við goshættina er mynda hana. Hann notaði ofangreinda flokkun, en bætti við lágplinískum og háplinískum gosum.

Tilvísanir:
  1. ^ Wilson og fleiri, 1980. Explosive eruptions-IV. The control of magma properties and conduit geometry on eruption column behaviour. Geophysical Journal of the Royal Astronomical Society, 63, 117-148. Sparks og fleiri, 1977. Magma mixing: A mechanism for triggering acid explosive eruption. Nature, 267, 315-318.
  2. ^ Francis, P. og C. Oppenheimer, 2004. Volcanoes. Oxford university Press, Oxford. 521 bls.
  3. ^ Walker, G. P. L., 1973a. Explosive volcanic eruptions ‒ a new classification scheme. Geologische Rundschau, 62, 431-446. Walker, G. P. L., 1980. The Taupo Pumice: product of the most powerful known (ultraplinian) eruption. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 8, 69-94.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 92.

...