- Stoð. Hún myndar stoðgrind líkamans. Hún styður við mjúk líffæri og veitir festu fyrir beinagrindarvöðva.
- Vernd. Hún verndar innri líffæri gegn hnjaski. Til dæmis verndar höfuðkúpan heilann og rifjagarðurinn ver hjartað og lungun.
- Hreyfing. Beinagrindarvöðvar festast við beinin og þegar þeir dragast saman toga þau í beinin sem veldur hreyfingu.
- Geymsla steinefna og samvægi. Bein geyma nokkur steinefni, einkum kalk og fosfat, sem dreifast þaðan um allan líkamann. Hormón frá skjaldkirtli og kalkkirtlum hafa áhrif á samvægi þessara steinefna í líkamanum með því að stjórna annars vegar geymslu þeirra í beinunum og hins vegar losun úr beinum.
- Aðsetur blóðmyndunar. Í sumum beinum er bandvefur sem kallast rauður beinmergur (blóðmergur) og inniheldur óþroskuð blóðkorn, fitufrumur og stórætur (ein tegund hvítkorna). Þar fer fram myndun blóðkorna.
- Orkuforði. Gulur beinmergur eða fitumergur finnst einnig í beinum og eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hann fitufrumur og svolítið af blóðkornum. Úr fitunni sem er geymd hér fæst orka.
- Gerard J. Tortora. 1997. Introduction to the Human Body - the essentials of anatomy and physiology, 4. útg., Biological Science Textbooks, Inc.
- Human skeleton - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 15.8.2012).
- Mynd: Human-Skeleton - Wikipedia, the free encyclopedia (Sótt 15.8.2012).
Hér er einnig svarað spurningunni:
- Getið þið sagt mér eitthvað um beinin í mannslíkanum?