Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2846 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og verðandi sviðsforseti Menntavísindasviðs. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa. Á síðustu árum hefur skipulagt tómstundastarf skipað æ ríkari sess...
Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?
Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...
Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?
Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?
Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...
Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?
Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...
Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...
Hvernig varð Guð til?
Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...
Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?
Það er rétt að ljóshraðinn er nálægt þessari einföldu tölu þegar við skrifum hann samkvæmt metrakerfinu sem við notum í mælingum og tugakerfinu sem við notum venjulega til að skrifa tölur. Ef spyrjandi á við þetta tölulega atriði er hins vegar rétt að upplýsa að vísindamenn líta yfirleitt á það sem algera tilvilju...
Hver fann upp dósaopnarann?
Dósaopnarinn var fundinn upp mörgum árum seinna en dósin sjálf. Breskur kaupmaður að nafni Peter Durand, fann upp dósina árið 1810. Þá var málmurinn í dósinni svo þykkur að helst þurfti hamar og meitil til að opna hana. Dósin þynntist með árunum og þá var hægt að opna hana á þægilegri hátt. Árið 1858 fékk Banda...
Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?
Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“. Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf með...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Hvað er skötuselur með stórar tennur?
Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...
Er hægt að tala við dýr?
Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...