Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðjuÞetta var mikil viðbót við þekkingu okkar á kveðskap Saffóar en átti eftir að bætast við. Snemma árs 2014 bárust fréttir af því að annað heillegt kvæði eftir Saffó hefði fyrir algjöra tilviljun uppgötvast. Dr. Dirk Obbink, papýrusfræðingur við Oxford-háskóla, fékk upp í hendurnar papýrus frá ónefndum einkasafnara. Obbink telur að þar finnist texti eftir Saffó - hann er á hennar eigin æólísku mállýsku. Papýrusinn hefur að geyma tvö kvæðabrot en þar koma fyrir nöfn Kharaxosar og Larikhosar, sem voru bræður Saffóar samkvæmt fornum heimildum. Textinn er á saffóarlaginu svokallaða, brag sem hún var þekkt fyrir, og loks er seinna kvæðabrotið einnig varðveitt á öðrum papýrus og það brot rakið til Saffóar.4 Annað kvæðabrotið er langt og heillegt og fjallar sem fyrr segir um bræður Saffóar, Kharaxos og Larikhos. Fornu höfundarnir Heródótos, Strabon og Aþenæos segja okkur að sá fyrri hafi verið skipstjóri á kaupskipi en sá seinni vínskenkjari í tignum húsum á Lesbos og að Saffó hafið samið til þeirra beggja.5 Hitt brotið er byrjunin á ástarkvæði en er of stutt og í of slæmu ástandi til að hægt sé að fá mikið samræmi í það. Bræðrakvæðið, eins og Obbink kallar það, er ákall ljóðmælanda til einhvers um að hætta að tala endalaust um vonir sínar um heimkomu Kharaxosar. Það sem beri að gera sé að biðja til guðanna um að hann komi til baka, enda sé þetta allt í þeirra höndum. Loks tjáir ljóðmælandinn sína eigin von um að Larikhos vaxi úr grasi og verði að fullgildum manni; þá væri miklum áhyggjum af þeim létt. Hér fyrir neðan er þýðing svarshöfundar:
ilmandi' af sæld, og tærum hörpuhljómi.
Ég sjálf, sem eitt sinn var svo frá á fæti,
er föl af elli, svarta hárið gránað.
Mér þyngir fyrir hjarta, hnén sem voru
dansmjúk sem hindarkálfar, kikna á göngu.
Oft kvarta ég; en hvað er hér til ráða?
Fær dauðleg kona forlög hvers manns flúið?
Ástfangin Dögun Títon hreif, var hermt,
rósfögrum örmum út á heimsins jaðar.
Ungur og vænn var hann, og hlaut hann þó
að eldast bundinn ódauðlegri konu.3
...en æ, þú blaðraðir um að Kharaxos myndi komaÍ stuttu máli sagt hefur vitneskju okkar um kveðskap Saffóar fleygt fram á fyrstu áratugum 21. aldar, langt framúr björtustu vonum fræðimanna. Hver veit hvað fleira gæti komið í ljós? Rétt er þó að slá varnagla við þetta: Niðurstöður Obbinks hafa enn ekki birst í fræðilegu tímariti. Það gerist þó væntanlega á næstu mánuðum í tímaritinu Zeitschrift für Papyrologie und Epigraphik. Drög að greininni komu út á Netinu en hurfu þaðan aftur án skýringa (þó ekki áður en höfundur þessa svars gat halað þeim niður!) Þetta þýðir náttúrulega að niðurstöðurnar hafa ekki farið í gegnum jafningjarýni. Af umræðum fornfræðinga á vefnum hingað til5 má sjá að menn eru ósammála um ýmislegt þegar kemur að því að lesa í textann. Svo er alltaf ákveðinn möguleiki á því að hér sé um gabb að ræða. Falsarinn yrði reyndar að vera einstaklega snjall; kunna æólíska forngrísku upp á staf og vita meira um papýrus en langskólagengnir fræðimenn - en ekkert er útilokað. Reyndar gefur fyrsta geislakolsaldursgreining á papýrusnum til kynna að hann sé frá árunum 201 e.Kr. +/- 100 ár og blekið á honum virðist líka vera gamalt. Tilvísanir:
með fullt skip með sér; það, held ég,
veit Seifur og guðirnir allir; en þér
ber ekki að hugsa um slíkt
heldur að senda mig brott og biðja mig
um að biðla heitt til Heru drottningar
að Kharaxos nái hingað
með skip sín
og hitti okkur heil á húfi; allt annað
skulum við láta guðunum eftir.
Því góðviðri birtist skjótt upp úr
miklum stormi.
Konungur Ólympstinds beinir heillaanda
til sumra manna er hjálpar þeim úr erfiðleikum;
þetta eru sælir menn og
ríkir mjög.
Og ef Larikhos lyftir höfði
og verður að fullgildum manni,
vittu til, við myndum strax losna undan
miklum hjartans þyngslum...
1 Campbell, David A. (ritstj. og þýð.) Greek Lyric I: Sappho and Alcaeus. Cambridge, Mass.; London: Harvard University Press (Loeb Classical Library), 1990. 2 West, M.L. „A New Sappho Poem“. Times Literary Supplement, 24. júní 2005. 3 Helgi Hálfdanarson. „Nýfundið Saffóar-ljóð“. Lesbók Morgunblaðsins, 10. september 2005. 4 Obbink, Dirk. „Two New Poems by Sappho“. Væntanlegt í Zeitschrift für Papyrologie und Epigraphik 189 (2014). New poems by Sappho | TLS. 5 Discussing the New Sappho poems | new sappho. 6 Hdt. 2.135; Str. XVII 1.33; Ath. XIII 586b-d, X 425a. Mynd:
- File:Pompei - Sappho - MAN.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 8.02.2014).