Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og verðandi sviðsforseti Menntavísindasviðs. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa.

Á síðustu árum hefur skipulagt tómstundastarf skipað æ ríkari sess í lífi barna, þar með talið frístundaheimili fyrir yngstu skólabörnin. Doktorsverkefni Kolbrúnar var fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi og ein af fáum rannsóknum á alþjóðavísu sem beinast að því kanna stofnanalega stöðu frístundaheimila innan menntakerfa frá sjónarhóli ólíkra hagsmunaaðila. Niðurstöður hafa þegar nýst til að efla stefnumótun og fagmennsku í starfi frístundaheimila.

Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa.

Kolbrún hefur í ræðu og riti kallað eftir heildstæðari sýn á menntun, samráði um innleiðingu menntastefnu og að einnig sé horft til þeirrar menntunar sem eigi sér stað utan skólakerfa, svo sem innan tómstunda- og félagsstarfs. Hún hefur fjallað um íslenska menntastefnu í alþjóðlegu samhengi og þá gagnrýni sem heimspekingar og fleiri sérfræðingar hafa sett fram um ofuráherslu á tækni- og formhyggju af hálfu stjórnvalda. Hún hefur bent á nauðsyn þess að rannsaka mun skipulegar hvernig gangi að innleiða grunnþætti menntunar: Læsi, jafnrétti, sköpun, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, sem settir voru í aðalnámsskrár leik,- grunn-, og framhaldsskóla árið 2011.

Örar samfélagsbreytingar og fjölþættari verkefni innan skóla kalla á aukna samvinnu milli fagstétta, stofnana og hópa um menntun, þroska og velferð barna og ungmenna. Miklu skiptir að fagfólk úr ólíkum áttum, ásamt öllum hagsmunaaðilum, komi að því að þróa og bæta menntakerfið. Rannsóknir Kolbrúnar á samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri árganga hafa leitt í ljós þau tækifæri sem felast í þverfaglegu samstarfi, svo sem sveigjanlegra námsumhverfi, heildstæðari sýn á nemendur og auknum stuðningi við félags- og tilfinningaþroska. Kolbrún hefur einnig fært rök fyrir mikilvægi þess að virkja og valdefla börn og ungmenni, meðal annars með því að gera þeim kleift að hafa áhrif á umhverfi sitt og daglegt starf í skóla- og frístundastarfi.

Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Kolbrún tók þátt í að innleiða frístundaheimilin í Reykjavíkurborg, þegar skóladagvistar grunnskóla voru lagðar niður. Hún hefur verið námsbrautarformaður í tómstunda- og félagsmálafræði, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Kolbrún er formaður félags um menntarannsóknir og hefur birt fræðigreinar bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi um menntarannsóknir og situr í ritnefnd Delta Kappa Gamma alþjóðasamtaka kvenna í fræðslu- og menntastörfum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

23.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76017.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. júní). Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76017

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og verðandi sviðsforseti Menntavísindasviðs. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa.

Á síðustu árum hefur skipulagt tómstundastarf skipað æ ríkari sess í lífi barna, þar með talið frístundaheimili fyrir yngstu skólabörnin. Doktorsverkefni Kolbrúnar var fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi og ein af fáum rannsóknum á alþjóðavísu sem beinast að því kanna stofnanalega stöðu frístundaheimila innan menntakerfa frá sjónarhóli ólíkra hagsmunaaðila. Niðurstöður hafa þegar nýst til að efla stefnumótun og fagmennsku í starfi frístundaheimila.

Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa.

Kolbrún hefur í ræðu og riti kallað eftir heildstæðari sýn á menntun, samráði um innleiðingu menntastefnu og að einnig sé horft til þeirrar menntunar sem eigi sér stað utan skólakerfa, svo sem innan tómstunda- og félagsstarfs. Hún hefur fjallað um íslenska menntastefnu í alþjóðlegu samhengi og þá gagnrýni sem heimspekingar og fleiri sérfræðingar hafa sett fram um ofuráherslu á tækni- og formhyggju af hálfu stjórnvalda. Hún hefur bent á nauðsyn þess að rannsaka mun skipulegar hvernig gangi að innleiða grunnþætti menntunar: Læsi, jafnrétti, sköpun, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, sem settir voru í aðalnámsskrár leik,- grunn-, og framhaldsskóla árið 2011.

Örar samfélagsbreytingar og fjölþættari verkefni innan skóla kalla á aukna samvinnu milli fagstétta, stofnana og hópa um menntun, þroska og velferð barna og ungmenna. Miklu skiptir að fagfólk úr ólíkum áttum, ásamt öllum hagsmunaaðilum, komi að því að þróa og bæta menntakerfið. Rannsóknir Kolbrúnar á samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri árganga hafa leitt í ljós þau tækifæri sem felast í þverfaglegu samstarfi, svo sem sveigjanlegra námsumhverfi, heildstæðari sýn á nemendur og auknum stuðningi við félags- og tilfinningaþroska. Kolbrún hefur einnig fært rök fyrir mikilvægi þess að virkja og valdefla börn og ungmenni, meðal annars með því að gera þeim kleift að hafa áhrif á umhverfi sitt og daglegt starf í skóla- og frístundastarfi.

Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Kolbrún tók þátt í að innleiða frístundaheimilin í Reykjavíkurborg, þegar skóladagvistar grunnskóla voru lagðar niður. Hún hefur verið námsbrautarformaður í tómstunda- og félagsmálafræði, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Kolbrún er formaður félags um menntarannsóknir og hefur birt fræðigreinar bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi um menntarannsóknir og situr í ritnefnd Delta Kappa Gamma alþjóðasamtaka kvenna í fræðslu- og menntastörfum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...