Við mennirnir vitum raunar voða lítið um Guð og getum lítið sagt um það hvernig hann raunverulega er. Við tölum um hann í myndum sem flestar byggjast á því að við hugsum okkur hann sem mann. Með því sem ég sagði áðan um eilífð Guðs er raunar ekki sagt neitt annað en það að hann lifir ekki í tímanum eins og við mennirnir sem fæðumst, lifum kannski í 75-80 ár og deyjum svo, heldur lifir hann utan tímans og er frjáls gagnvart honum. Sá sem ekki lifir í tímanum eldist ekki og deyr ekki en þetta á ekki við um neinn nema Guð einan.
Mynd af Miklagljúfri: webshots.com