Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 202 svör fundust
Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?
Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...
Ræður einhver yfir tunglinu?
Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...
Hversu hratt kemst ljósið?
Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...
Hvers vegna er sóttkví vegna COVID-19 tvær vikur?
Þeir sem sýkjast af COVID-19 eru settir í einangrun og þeir sem þeir hafa umgengist eru settir í sóttkví. Fyrir SARS-CoV-2-veiruna (sem veldur COVID-19-sjúkdómnum) er tíminn frá smitun til sjúkdómseinkenna oftast 2-7 dagar, og talið er að í yfir 99% tilvika komi einkenni fram innan 14 daga, ef einkenni koma fram á...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Hvenær gýs Katla?
Hér er einnig svarað spurningunum:Mun Katla gjósa í ár?Er ekki von á Kötlugosi miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið milli gosa? Talið er að Katla hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Tíminn sem liðið hefur milli gosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár. Síðasta stóra Kötlug...
Er Katla í Lakagígum?
Nei, Katla er ekki í Lakagígum. Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?
Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim. Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól ...
Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?
Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...
Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?
Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi: Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks. Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt: Séra Sigurðr h...
Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?
Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...
Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...
Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?
Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...