Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hratt kemst ljósið?

ÞV

Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta úr sekúndu að fara þá leið.

Hljóðið fer hins vegar „ekki nema“ 330-350 metra á sekúndu í lofti. Hljóðfráar þotur eru einu farartækin sem geta náð þeim hraða. Þó að okkur finnist þetta mikill hraði þá er hann samt aðeins rúmlega einn milljónasti af hraða ljóssins.

Við getum sé muninn á hraða ljóss og hljóðs þegar við lendum í þrumuveðri. Við getum þá tekið eftir því að þruman berst til okkar talsvert seinna en eldingin sem vakti hljóðið. Við sjáum eldinguna eiginlega alveg samstundis en hljóðið er dálitla stund að berast frá eldingarstaðnum til okkar. Með því að mæla þennan tímamun getum við áttað okkur á því hversu langt í burtu eldingin hefur veirð. Ef tíminn er til dæmis 10 sekúndur þá hefur eldingin orðið 3,3-3,5 km í burtu.

Annað sem er merkilegt við ljóshraðann er það að ekkert efni, orka eða skilaboð geta borist hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Þetta er eitt af merkari og óvæntari atriðunum í afstæðiskenningu Einsteins.

Hægt er að fræðast nánar um þessa hluti alla með því að smella á efnisorðin á eftir svarinu.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Sigrún Hauksdóttir, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Hversu hratt kemst ljósið?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6244.

ÞV. (2006, 4. október). Hversu hratt kemst ljósið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6244

ÞV. „Hversu hratt kemst ljósið?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6244>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt kemst ljósið?
Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta úr sekúndu að fara þá leið.

Hljóðið fer hins vegar „ekki nema“ 330-350 metra á sekúndu í lofti. Hljóðfráar þotur eru einu farartækin sem geta náð þeim hraða. Þó að okkur finnist þetta mikill hraði þá er hann samt aðeins rúmlega einn milljónasti af hraða ljóssins.

Við getum sé muninn á hraða ljóss og hljóðs þegar við lendum í þrumuveðri. Við getum þá tekið eftir því að þruman berst til okkar talsvert seinna en eldingin sem vakti hljóðið. Við sjáum eldinguna eiginlega alveg samstundis en hljóðið er dálitla stund að berast frá eldingarstaðnum til okkar. Með því að mæla þennan tímamun getum við áttað okkur á því hversu langt í burtu eldingin hefur veirð. Ef tíminn er til dæmis 10 sekúndur þá hefur eldingin orðið 3,3-3,5 km í burtu.

Annað sem er merkilegt við ljóshraðann er það að ekkert efni, orka eða skilaboð geta borist hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Þetta er eitt af merkari og óvæntari atriðunum í afstæðiskenningu Einsteins.

Hægt er að fræðast nánar um þessa hluti alla með því að smella á efnisorðin á eftir svarinu.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....