Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks.Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt:
Séra Sigurðr hefir með þessu fyrirtæki kastað til vor hanzkanum og skorað oss á hólm.Bæði orðasamböndin eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er til dæmis sagt jemandem den (Fehde)handschuh hinwerfen (Fehde = illdeilur, Handschuh = hanski, hinwerfen = kasta til) en einnig den (Fehde)handschuh aufheben (aufheben = taka upp).
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24.9.2021).
- Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinterstecs. Heine Bücher, Düsseldorf.
- Mynd: SeekingAlpha.com. (Sótt 24.9.2021).