Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi og Austurlöndum nær og hann dafnaði fyrst og fremst í borgum.
Hugtakið hellenismi hefur löngum verið notað til að lýsa hinni miklu menningu Grikkja, en það var fyrst notað á endurreisnartímanum á 16. öld.
Alexander mikli fæddist árið 356 f. Kr. og þegar hann var lítill var heimspekingurinn Aristóteles lærifaðir hans. Þegar faðir Alexanders sem hét Filippos dó árið 336 f.Kr. tók hann við konungsembættinu, þá tvítugur að aldri. Fyrstu orrustu sína háði hann árið 334 f. Kr. við ána Granikos og skömmu síðar lýsti hann því yfir að hann væri konungur yfir allri Litlu-Asíu.
Í Egyptalandi lét hann byggja borg sem hann skírði Alexandríu eftir sjálfum sér. Alexander dó árið 323 f. Kr. úr hitasótt, aðeins 33 ára.
Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3987.
Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. (2004, 5. febrúar). Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3987
Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3987>.