Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023) og Gunnlaugur Björnsson

Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.

Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól er hæst á lofti, er að meðaltali kl. 13:28. Á síðustu tveimur áratugum hafa nokkrum sinnum komið fram frumvörp á Alþingi þess efnis að breyta klukkunni, ýmist að flýta henni eða seinka eða hætta að vera með fastan tíma heldur breyta klukkunni tvisvar á ári eins og víða er gert.

Nýjasta tillagan um breyttan tíma á Íslandi felur í sér að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Stilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir. Hér verður ekki gerð grein fyrir öllum þeim rökum sem nefnd hafa verið með og á móti því fyrirkomulagi sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi heldur sjónum fyrst og fremst beint að þeim áhrifum sem seinkun klukkunnar hefur á birtustundir.

Seinkun klukkunnar á Íslandi mun ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.

Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best vökutíma og birtutíma annars vegar, og svefntíma og myrkur hins vegar. Fullkomið samræmi næst aldrei, allra síst í norðlægum löndum eins og Íslandi þar sem bjart er allan sólarhringinn um hásumarið, en dimmt mestan hluta sólarhrings í skammdeginu, hvernig svo sem klukkur eru stilltar.

Þegar samþykkt var að skipta jörðinni í tímabelti árið 1883 var við það miðað að hádegi í hverju belti skyldi vera sem næst klukkan 12. Í reynd hafa mörg lönd vikið frá þessum „beltatíma“, yfirleitt í þá átt að flýta klukkunni umfram það sem beltatíminn segir til um, eins og gert hefur verið á Íslandi, til þess að fá betra samræmi milli birtutímans og þeirra vökustunda sem menn hafa tamið sér.

Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma.

Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman.

Myndir:


Þetta svar er stytt og aðlöguð útgáfa af pistli Þorsteins Sæmundssonar og Gunnlaugs Björnssonar Um seinkun klukkunnar á vef Almanaks Háskóla Íslands og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér pistilinn í heild.

Höfundar

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

stjarnfræðingur við Raunvísindastofnun

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

12.12.2014

Síðast uppfært

22.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023) og Gunnlaugur Björnsson. „Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68760.

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023) og Gunnlaugur Björnsson. (2014, 12. desember). Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68760

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023) og Gunnlaugur Björnsson. „Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68760>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?
Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.

Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól er hæst á lofti, er að meðaltali kl. 13:28. Á síðustu tveimur áratugum hafa nokkrum sinnum komið fram frumvörp á Alþingi þess efnis að breyta klukkunni, ýmist að flýta henni eða seinka eða hætta að vera með fastan tíma heldur breyta klukkunni tvisvar á ári eins og víða er gert.

Nýjasta tillagan um breyttan tíma á Íslandi felur í sér að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Stilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir. Hér verður ekki gerð grein fyrir öllum þeim rökum sem nefnd hafa verið með og á móti því fyrirkomulagi sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi heldur sjónum fyrst og fremst beint að þeim áhrifum sem seinkun klukkunnar hefur á birtustundir.

Seinkun klukkunnar á Íslandi mun ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.

Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best vökutíma og birtutíma annars vegar, og svefntíma og myrkur hins vegar. Fullkomið samræmi næst aldrei, allra síst í norðlægum löndum eins og Íslandi þar sem bjart er allan sólarhringinn um hásumarið, en dimmt mestan hluta sólarhrings í skammdeginu, hvernig svo sem klukkur eru stilltar.

Þegar samþykkt var að skipta jörðinni í tímabelti árið 1883 var við það miðað að hádegi í hverju belti skyldi vera sem næst klukkan 12. Í reynd hafa mörg lönd vikið frá þessum „beltatíma“, yfirleitt í þá átt að flýta klukkunni umfram það sem beltatíminn segir til um, eins og gert hefur verið á Íslandi, til þess að fá betra samræmi milli birtutímans og þeirra vökustunda sem menn hafa tamið sér.

Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma.

Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman.

Myndir:


Þetta svar er stytt og aðlöguð útgáfa af pistli Þorsteins Sæmundssonar og Gunnlaugs Björnssonar Um seinkun klukkunnar á vef Almanaks Háskóla Íslands og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér pistilinn í heild.

...