Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 741 svör fundust
Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?
Spurning Fjólu hljóðaði svona: Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum? Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Ís...
Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?
Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...
Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti. Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars ...
Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?
Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...
Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...
Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?
Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...
Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Drepast ormar í frosti?
Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyri...
Geta lífverur lifað á öðrum plánetum án vatns?
Lífið eins og við þekkjum það hér á jörðinni þarfnast vatns. Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og vatnið er virkur þátttakandi í allri lífsstarfsemi frumna. Það er því útilokað að hugsa sér líf af þeirri gerð sem við þekkjum það án vatns. Vísindamenn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort líf hafi einhvers st...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...
Hvað heldur lífi í okkur?
Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr ma...
Er vitað um tilvist geimvera?
Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?" hafa menn ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það....