Hins vegar hafa sumir haft áhyggjur af örlögum þeirra æðri og lægri dýrategunda sem virðast nota sér jarðsegulsviðið til ratvísi, svo sem við fæðuleit eða í langferðum. Þó er líklegt að breytingar segulsviðsins séu nógu hægar til þess að dýrunum takist að aðlaga sig að þeim. Vert er að taka fram einnig að lokum, að pólskipti segulsviðsins eru ekki talin hafa nein áhrif á hinn daglega snúning jarðar um sjálfa sig né á staðsetningu heimskautanna. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum
- Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?
- Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?