Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1302 svör fundust
Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...
Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...
Hvað er tákn með tali?
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...
Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?
Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...
Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...
Í hvaða löndum er töluð spænska?
Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...
Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?
Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....
Hvað getið þið sagt mér um sardínur?
Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson er sardínu lýst svona:Þunnvaxinn fiskur og dálítið sívalur. Haus er í meðallagi, augu eru stór en kjaftur lítill og endastæður. Neðri skoltur teygist þó fram fyrir þann efri, þegar kjafturinn er opinn. Tálknalok eru geislagárótt. Bakuggi er á miðum bol, þó nær trjónu...
Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar? Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmi...
Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?
Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...
Hvað er skáldskapur?
Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...
Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?
Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni ...
Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...
Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?
Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp ...