Enn sterkari stoðum var rennt undir þá tilgátu þegar merkilegar rúnir fundust á vopnaleifum sem grafnar voru upp úr fórnarkeldu í Illerup á Jótlandi. Þar fórnuðu Jótar laust fyrir árið 200 vopnum sem sennilega voru tekin af gjörsigruðum óvinaher. Á níu vopnum voru rúnir. Tveir spjótsoddar báru nafnið Wagnijo, en spjótsoddur með sama nafni hefur áður fundist í vopnafórn á Fjóni. Wagnijo hefur því að öllum líkindum verið þekktur vopnasmiður á sinni tíð.2
Allar elstu risturnar, frá 2. og 3. öld, eru stuttar, eitt eða tvö orð, en rúnastafrófið virðist vera komið í fastar skorður og ekki verður annað séð en að þeir sem rúnirnar ristu séu vel skrifandi. Því má ganga út frá því sem vísu að þær hafi verið í notkun um skeið þegar þessar ristur voru gerðar. Tilvísanir:
1 Erik Moltke 1986, bls. 23-73. 2 Jørgen Ilkjær og Jørn Lønstrup 1981; Marie Stoklund 1986. Heimildir:
- Ilkjær, J. og Lønstrup, J. 1981. Runefundene fra Illerup Ådal. En arkeologisk vurdering af vore ældste indskrifter. Kuml.
- Moltke, Erik 1986. Runes and their Origin, Denmark and Elsewhere. København.
- Stoklund, Marie 1986: Neue Runenfunde in Illerup und Vimose (Ostjiitland und Fiinen, Dánemark). Germania 64. Mainz am Rhein.
- Danske runeinnskrifter med eldre runer. (Sótt 8.02.2013).
Texti þessa svars birtist áður í: Þórgunnur Snædal, 1998: „Íslenskar rúnir í norrænu ljósi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.