Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 168 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?

Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er raddþekking í tölvum og hvernig virkar hún?

Svarið er miðað við að með „raddþekkingu“ eigi spyrjandi við það sem á ensku kallast „voice recognition“ eða „speaker identification“ fremur en „speech recognition“ („talgreining“). Með raddþekkingu í tölvum er átt við það þegar reynt er að nota tölvu til að greina hver talar. Algengt er að slíkt sé notað við ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?

Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?

Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sólstingur?

Í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? kemur fram að ef líkamshiti okkar (body temperature) hækkar er ástæðan yfirleitt of mikil varmaframleiðsla (of mikið um efnahvörf) eða að varmi (heat) berst inn í okkur frá umhverfinu. Líkaminn getur reynt að koma í ...

category-iconSálfræði

Af hverju verður maður latur?

Lati-Geir á lækjarbakka lá þar til hann dó. Vildi ekki vatnið smakka var hann þyrstur þó.Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götun...

category-iconLæknisfræði

Hvað er grindargliðnun?

Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er um grindarlos eða grindargl...

category-iconHugvísindi

Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?

Krossfestingar í einni eða annarri mynd þekktust víða í fornöld, ekki bara hjá Rómverjum. Í Rómaveldi tíðkuðust krossfestingar allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá þóttu krossfestingar ekki lengur við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna. Rómverskir borgarar sættu oftast ekki ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?

Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki ...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög? Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga ...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?

Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi: Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu? Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar ...

category-iconBókmenntir og listir

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?

Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður. Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma ...

category-iconHeimspeki

Er „af því bara“ svar?

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...

Fleiri niðurstöður