Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?

Ögmundur Jónsson

Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður.

Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma og lágu yfir hljómkassa sem magnaði tóninn. Hins vegar er aðeins hægt að rekja þróun gítarsins með nokkurri vissu aftur til miðalda, en þá þróaðist hann á Spáni, meðal annars vegna áhrifa araba. Ýmis nútímahljóðfæri eru skyld gítarnum, til dæmis sítar, lúta, banjó og mandólín.

Gítarinn er strengjahljóðfæri sem maður situr með í kjöltunni eða lætur hanga framan á sér. Strengirnir, sem eru oftast sex, eru strengdir frá svokallaðri brú yfir op á hljómkassa úr viði sem magnar upp tóninn (að vísu eru til gítarar án hljómkassa eins og síðar kemur fram). Þaðan liggja strengirnir yfir háls og eru þeir undnir utan um sívalninga við endann á hálsinum. Gítarinn er stilltur með því að snúa sívalningunum og breyta þannig togkraftinum sem verkar á strengina. Þvert yfir hálsinn eru festar málmstangir eða þverbönd. Til þess að velja hvaða tón hver strengur gefur frá sér er honum þrýst niður á viðeigandi málmstöng, og þannig í raun styttur.

Þetta er það sem gítarar eiga yfirleitt sameiginlegt. Hins vegar getur ýmislegt skilið mismunandi gerðir sundur: Úr hvaða efni þeir eru gerðir, hvernig tónninn er magnaður, hvernig hljómopið er í laginu, og ýmislegt fleira.

Þetta eru helstu gerðir gítars:
  • Klassískur / spænskur gítar hefur sex strengi, sem nú eru úr næloni, en voru áður úr görnum. Hann er notaður í klassískri, spænskri og latnesk-amerískri tónlist. Klassíski gítarinn fékk núverandi form sitt á nítjándu öld, þótt smávegis breytingar hafi verið gerðar á honum síðan.
  • Stálstrengja / akústískur - svipaður klassískum en yfirleitt stærri og með stálstrengjum. Hann er meira notaður í dægurlagatónlist. Stundum eru strengirnir tólf, tveir og tveir saman og eins stilltir.
  • Rafmagnsgítar (og bassi). Tónninn er magnaður með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Búkurinn þjónar þá ekki þeim tilgangi að magna upp tóninn og getur því verið alla vega í laginu, sjá mynd neðst.

Nokkrar sjaldgæfari gerðir er vert að nefna:
  • Barokk-gítar er töluvert minni og mjórri en klassískur og yfirleitt mikið skreyttur. Strengirnir eru fimm (tvöfaldir) og þverböndin eru ekki grafin í hálsinn heldur eru þau málmlykkjur sem liggja utan um hann.
  • Flamenco-gítar er með minna bil milli strengjanna og hálsins, svo það er auðveldara að spila hratt og strengirnir slást meira utan í þverböndin. Hvort tveggja þykir kostur í flamenco-tónlist.
  • Ukulele er lítill, fjögurra strengja gítar, aðallega notaður á Hawaii.

Miklu fleiri gerðir eru til sem verða ekki taldar upp hér. Oft getur verið erfitt að skilja milli mismunandi gerða og jafnvel ákveða hvað getur talist gítar eða ekki, enda skiptir það kannski ekki öllu máli. Aðalmálið er auðvitað að vita hvernig maður getur notað hljóðfærið til að skapa tónlist.

Ótal fyrirtæki og einstaklingar framleiða gítara, sérstaklega á Spáni (klassískur) og Bandaríkjunum (rafgítar). Hér á landi eru Alhambra-gítarar algengastir af klassískum. Fender Stratocaster og Gibson Les Paul (heitir í höfuðið á frægum djassgítarleikara og gítarhönnuði, Les Paul) eru frægustu rafmagnsgítararnir.

Myndir:

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

1.6.2001

Spyrjandi

Örvar Hugason f. 1987

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1669.

Ögmundur Jónsson. (2001, 1. júní). Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1669

Ögmundur Jónsson. „Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1669>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?
Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður.

Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma og lágu yfir hljómkassa sem magnaði tóninn. Hins vegar er aðeins hægt að rekja þróun gítarsins með nokkurri vissu aftur til miðalda, en þá þróaðist hann á Spáni, meðal annars vegna áhrifa araba. Ýmis nútímahljóðfæri eru skyld gítarnum, til dæmis sítar, lúta, banjó og mandólín.

Gítarinn er strengjahljóðfæri sem maður situr með í kjöltunni eða lætur hanga framan á sér. Strengirnir, sem eru oftast sex, eru strengdir frá svokallaðri brú yfir op á hljómkassa úr viði sem magnar upp tóninn (að vísu eru til gítarar án hljómkassa eins og síðar kemur fram). Þaðan liggja strengirnir yfir háls og eru þeir undnir utan um sívalninga við endann á hálsinum. Gítarinn er stilltur með því að snúa sívalningunum og breyta þannig togkraftinum sem verkar á strengina. Þvert yfir hálsinn eru festar málmstangir eða þverbönd. Til þess að velja hvaða tón hver strengur gefur frá sér er honum þrýst niður á viðeigandi málmstöng, og þannig í raun styttur.

Þetta er það sem gítarar eiga yfirleitt sameiginlegt. Hins vegar getur ýmislegt skilið mismunandi gerðir sundur: Úr hvaða efni þeir eru gerðir, hvernig tónninn er magnaður, hvernig hljómopið er í laginu, og ýmislegt fleira.

Þetta eru helstu gerðir gítars:
  • Klassískur / spænskur gítar hefur sex strengi, sem nú eru úr næloni, en voru áður úr görnum. Hann er notaður í klassískri, spænskri og latnesk-amerískri tónlist. Klassíski gítarinn fékk núverandi form sitt á nítjándu öld, þótt smávegis breytingar hafi verið gerðar á honum síðan.
  • Stálstrengja / akústískur - svipaður klassískum en yfirleitt stærri og með stálstrengjum. Hann er meira notaður í dægurlagatónlist. Stundum eru strengirnir tólf, tveir og tveir saman og eins stilltir.
  • Rafmagnsgítar (og bassi). Tónninn er magnaður með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Búkurinn þjónar þá ekki þeim tilgangi að magna upp tóninn og getur því verið alla vega í laginu, sjá mynd neðst.

Nokkrar sjaldgæfari gerðir er vert að nefna:
  • Barokk-gítar er töluvert minni og mjórri en klassískur og yfirleitt mikið skreyttur. Strengirnir eru fimm (tvöfaldir) og þverböndin eru ekki grafin í hálsinn heldur eru þau málmlykkjur sem liggja utan um hann.
  • Flamenco-gítar er með minna bil milli strengjanna og hálsins, svo það er auðveldara að spila hratt og strengirnir slást meira utan í þverböndin. Hvort tveggja þykir kostur í flamenco-tónlist.
  • Ukulele er lítill, fjögurra strengja gítar, aðallega notaður á Hawaii.

Miklu fleiri gerðir eru til sem verða ekki taldar upp hér. Oft getur verið erfitt að skilja milli mismunandi gerða og jafnvel ákveða hvað getur talist gítar eða ekki, enda skiptir það kannski ekki öllu máli. Aðalmálið er auðvitað að vita hvernig maður getur notað hljóðfærið til að skapa tónlist.

Ótal fyrirtæki og einstaklingar framleiða gítara, sérstaklega á Spáni (klassískur) og Bandaríkjunum (rafgítar). Hér á landi eru Alhambra-gítarar algengastir af klassískum. Fender Stratocaster og Gibson Les Paul (heitir í höfuðið á frægum djassgítarleikara og gítarhönnuði, Les Paul) eru frægustu rafmagnsgítararnir.

Myndir: