Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er „af því bara“ svar?

Geir Þ. Þórarinsson

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar.

Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhverju tagi. Til þess að svara slíkri spurningu þarf maður því að átta sig á því hvaða upplýsinga beðið er um. Stundum kemur fyrir að maður veit ekki það sem spurt er um og þá er til dæmis hægt að svara með orðunum „ég veit það ekki“. Ef einhver spyr til að mynda hver höfuðborg Slóvakíu er og sá sem er spurður veit ekki að það er borgin Bratislava getur hann brugðist við spurningunni án þess að veita upplýsingarnar með því að segjast ekki vita hver höfuðborgin er. Orðin „ég veit það ekki“ eru því dæmi um svar sem veitir ekki upplýsingarnar sem beðið er um. Þvert á móti upplýsir svarið spyrjandann um að sá sem var spurður skorti þá vitneskju sem spurt var um.


Þegar menn sitja fyrir svörum þykir ekki gott að svara spyrjendum með orðunum: "Af því bara!"

Svarið „af því bara“ er að sumu leyti ekki ósvipað svarinu „ég veit það ekki“. Ef spurt er til dæmis Hvers vegna er himinninn blár? veitir svarið „af því bara“ spyrjandanum ekki þær upplýsingar sem hann bað um. Svarið „af því bara“ er því óupplýsandi og að því leyti ekki gott svar. Aftur á móti upplýsir það spyrjandann ekki heldur um að sá sem svarar viti ekki hver skýringin er, líkt og svarið „ég veit það ekki“, heldur virðist svarið „af því bara“ gefa til kynna að sá sem svarar viti að það sem spurt er um sé staðreynd enda þótt það verði ekki útskýrt frekar að sinni (annaðhvort af því að sá sem svarar nennir ekki að gefa útskýringu á staðreyndinni eða af því að hann veit ekki hver skýringin er).

Í sumum tilvikum kann að vera að það sé einfaldlega ekki kostur á frekari skýringum. Spurningunni „Hvers vegna viljum við vera hamingjusöm“ er til dæmis freistandi að svara „af því bara!“ Til dæmis er hugsanlegt að einhver vilji öðlast frægð og ríkidæmi af því að hann heldur að þannig geti hann orðið hamingjusamur en enginn virðist vilja vera hamingjusamur vegna neins annars. Það er bara einfaldlega svo að við viljum vera hamingjusöm. Og þá er hugsanlegt að það sé við hæfi að svara spurningunni með svarinu „af því bara!“ ef það er endanleg skýring. Svo má velta fyrir sér hvort það sé í raun endanleg skýring eða hvort ef til vill megi útskýra löngun okkar til þess að vera hamingjusöm á annan veg, með tilvísun til náttúrulegra skýringa eins og þróunar mannsins og þar fram eftir götunum.

Ef slíkar skýringar eiga við er svarið „af því bara“ ófullnægjandi og óviðeigandi, nema þá það þjóni þeim tilgangi, eins og lýst var hér að ofan, að leyfa þeim sem svarar að segja að það sé einfaldlega staðreynd að við viljum vera hamingjusöm enda þótt hann annaðhvort kunni ekki eða nenni ekki að útskýra það neitt frekar. Eftir sem áður er það ekki gott svar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.4.2008

Spyrjandi

Rannveig Lind, f. 1994

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er „af því bara“ svar?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47416.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 29. apríl). Er „af því bara“ svar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47416

Geir Þ. Þórarinsson. „Er „af því bara“ svar?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er „af því bara“ svar?
Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar.

Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhverju tagi. Til þess að svara slíkri spurningu þarf maður því að átta sig á því hvaða upplýsinga beðið er um. Stundum kemur fyrir að maður veit ekki það sem spurt er um og þá er til dæmis hægt að svara með orðunum „ég veit það ekki“. Ef einhver spyr til að mynda hver höfuðborg Slóvakíu er og sá sem er spurður veit ekki að það er borgin Bratislava getur hann brugðist við spurningunni án þess að veita upplýsingarnar með því að segjast ekki vita hver höfuðborgin er. Orðin „ég veit það ekki“ eru því dæmi um svar sem veitir ekki upplýsingarnar sem beðið er um. Þvert á móti upplýsir svarið spyrjandann um að sá sem var spurður skorti þá vitneskju sem spurt var um.


Þegar menn sitja fyrir svörum þykir ekki gott að svara spyrjendum með orðunum: "Af því bara!"

Svarið „af því bara“ er að sumu leyti ekki ósvipað svarinu „ég veit það ekki“. Ef spurt er til dæmis Hvers vegna er himinninn blár? veitir svarið „af því bara“ spyrjandanum ekki þær upplýsingar sem hann bað um. Svarið „af því bara“ er því óupplýsandi og að því leyti ekki gott svar. Aftur á móti upplýsir það spyrjandann ekki heldur um að sá sem svarar viti ekki hver skýringin er, líkt og svarið „ég veit það ekki“, heldur virðist svarið „af því bara“ gefa til kynna að sá sem svarar viti að það sem spurt er um sé staðreynd enda þótt það verði ekki útskýrt frekar að sinni (annaðhvort af því að sá sem svarar nennir ekki að gefa útskýringu á staðreyndinni eða af því að hann veit ekki hver skýringin er).

Í sumum tilvikum kann að vera að það sé einfaldlega ekki kostur á frekari skýringum. Spurningunni „Hvers vegna viljum við vera hamingjusöm“ er til dæmis freistandi að svara „af því bara!“ Til dæmis er hugsanlegt að einhver vilji öðlast frægð og ríkidæmi af því að hann heldur að þannig geti hann orðið hamingjusamur en enginn virðist vilja vera hamingjusamur vegna neins annars. Það er bara einfaldlega svo að við viljum vera hamingjusöm. Og þá er hugsanlegt að það sé við hæfi að svara spurningunni með svarinu „af því bara!“ ef það er endanleg skýring. Svo má velta fyrir sér hvort það sé í raun endanleg skýring eða hvort ef til vill megi útskýra löngun okkar til þess að vera hamingjusöm á annan veg, með tilvísun til náttúrulegra skýringa eins og þróunar mannsins og þar fram eftir götunum.

Ef slíkar skýringar eiga við er svarið „af því bara“ ófullnægjandi og óviðeigandi, nema þá það þjóni þeim tilgangi, eins og lýst var hér að ofan, að leyfa þeim sem svarar að segja að það sé einfaldlega staðreynd að við viljum vera hamingjusöm enda þótt hann annaðhvort kunni ekki eða nenni ekki að útskýra það neitt frekar. Eftir sem áður er það ekki gott svar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:...