Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o.s.frv., það er upplýsingarnar sem beðið er um er ákveðin náttúruleg tala, 0, eða 1, eða 2, og svo framvegis.
En við þurfum líka að finna einhvern samsemdarkvarða á "svar", það er finna mælikvarða á það, hvað greinir eitt svar frá öðru. Gæti til dæmis svarið "1" verið annað svar en "Eitt" eða "Við spurningunni er til nákvæmlega eitt rétt svar", eða "To this question there is exactly one answer"?
Segjum nú að við gætum komið okkur saman um slíkan kvarða og segðum: "Við spurningunni er til nákvæmlega eitt rétt svar". Þá má spyrja: "Og hvert er það svar?". Svarið við þessari spurningu gæti ekki verið annað en: "Það er auðvitað svarið hér að framan" (við hefðum líka geta svarað fyrstu spurningunni með "Við spurningunni er til nákvæmlega eitt svar, og það er þetta").
Segjum nú, að ekkert svar væri til við spurningunni. En þá væri rétta svarið "Ekkert rétt svar er til við spurningunni", sem væri mótsögn, þar sem það er sjálft nákvæmlega eitt rétt svar. Segjum að fleiri en eitt svar væri til við spurningunni, t.d. tvö rétt svör. Þá væri annað þeirra "Það eru til tvö rétt svör við spurningunni", og hitt væri á forminu "Það eru til n rétt svör", þar sem n er ekki =2 (vegna þess að öll rétt svör eru á forminu "Það eru til x rétt svör", þar sem x=0, 1, 2, 3,...). En þetta væri líka mótsögn, þar sem þessi tvö svör stangast á. Þannig að það hlýtur að vera til nákvæmlega eitt rétt svar, og það er: "Til er nákvæmlega eitt rétt svar, og það er þetta".
Mynd: HB
Erlendur Jónsson. „Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=684.
Erlendur Jónsson. (2000, 24. júlí). Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=684
Erlendur Jónsson. „Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=684>.