Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?

ÍDÞ

Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki eiginlega fótboltaskó heldur voru í vinnuskónum sínum, stórum skóm sem náðu upp fyrir ökkla. Undir þá festu menn gjarnan takka til að renna síður á vellinum.

Vellirnir í Bretlandi voru oftar en ekki nokkuð blautir og drullugir og því þótti það kostur að vera í háum skóm til að verjast bleytunni. Í Suður-Evrópu og víða í Suður-Ameríku var meira um skó sem náðu einungis upp að ökkla en vellir þar voru oft harðari og ekki jafnblautir og -drullugir. En eins og flestir þeir sem hafa farið í fótbolta í gönguskónum sínum þekkja, þá er það heldur óþægilegra en að vera í sérstökum fótbolta- eða íþróttaskóm.

Á seinni hluta 19. aldar voru svo fyrstu eiginlegu fótboltaskórnir framleiddir en þeir voru úr þykku leðri og vógu 500 g en tvöfölduðust í þyngd í bleytu! Eftir seinni heimsstyrjöldina var farið að framleiða skó sem voru léttari og náðu ekki jafnlangt upp, þannig gátu leikmenn verið hraðari og stjórnað betur boltanum. Á seinni hluta 20. aldar og byrjun 21. aldarinnar hefur þróunin svo verið í þá átt að gera skóna léttari og sveigjanlegri.

Eins og með marga hluti er erfitt að segja hvenær þeir komu fyrst fram, það er ef við viljum fá nákvæmt ártal og annað. Eins er talið að fótbolti hafi jafnvel verið spilaður allt frá 206 f.Kr. eins og lesa má í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Hver fann upp fótboltann? Það er þannig ógerningur að segja hvenær fyrstu takkaskórnir komu fram en menn hafa að minnsta kosti sett takka undir skóna sína allt frá byrjun 19. aldar.

Í dag nota menn mismunandi skó við mismunandi aðstæður. Takkaskó nota menn á venjulegum grasvelli, svokallaðir gervigrasskór eru einnig til en þeim svipar meira til þeirra sem eru notaðir innanhúss en þeir eru ekki með tökkum. Nú til dags er víða ekki leyfilegt að spila með skrúfanlega takka líkt og menn gerðu í upphafi 19. aldar þar sem þeir þykja hættulegri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Mirza Hasecic, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58914.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Hvenær komu fyrstu takkaskórnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58914

ÍDÞ. „Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58914>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?
Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki eiginlega fótboltaskó heldur voru í vinnuskónum sínum, stórum skóm sem náðu upp fyrir ökkla. Undir þá festu menn gjarnan takka til að renna síður á vellinum.

Vellirnir í Bretlandi voru oftar en ekki nokkuð blautir og drullugir og því þótti það kostur að vera í háum skóm til að verjast bleytunni. Í Suður-Evrópu og víða í Suður-Ameríku var meira um skó sem náðu einungis upp að ökkla en vellir þar voru oft harðari og ekki jafnblautir og -drullugir. En eins og flestir þeir sem hafa farið í fótbolta í gönguskónum sínum þekkja, þá er það heldur óþægilegra en að vera í sérstökum fótbolta- eða íþróttaskóm.

Á seinni hluta 19. aldar voru svo fyrstu eiginlegu fótboltaskórnir framleiddir en þeir voru úr þykku leðri og vógu 500 g en tvöfölduðust í þyngd í bleytu! Eftir seinni heimsstyrjöldina var farið að framleiða skó sem voru léttari og náðu ekki jafnlangt upp, þannig gátu leikmenn verið hraðari og stjórnað betur boltanum. Á seinni hluta 20. aldar og byrjun 21. aldarinnar hefur þróunin svo verið í þá átt að gera skóna léttari og sveigjanlegri.

Eins og með marga hluti er erfitt að segja hvenær þeir komu fyrst fram, það er ef við viljum fá nákvæmt ártal og annað. Eins er talið að fótbolti hafi jafnvel verið spilaður allt frá 206 f.Kr. eins og lesa má í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Hver fann upp fótboltann? Það er þannig ógerningur að segja hvenær fyrstu takkaskórnir komu fram en menn hafa að minnsta kosti sett takka undir skóna sína allt frá byrjun 19. aldar.

Í dag nota menn mismunandi skó við mismunandi aðstæður. Takkaskó nota menn á venjulegum grasvelli, svokallaðir gervigrasskór eru einnig til en þeim svipar meira til þeirra sem eru notaðir innanhúss en þeir eru ekki með tökkum. Nú til dags er víða ekki leyfilegt að spila með skrúfanlega takka líkt og menn gerðu í upphafi 19. aldar þar sem þeir þykja hættulegri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....