Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 99 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?

Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar teng...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á skreið og harðfiski?

Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?

Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

category-iconLæknisfræði

Hversu algeng eru ristilkrabbamein?

Krabbamein í ristli eru um 7% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru þriðja algengasta dánarorsök hjá krabbameinssjúklingum á Íslandi. Þessi krabbamein eru heldur algengara hjá körlum en konum. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 23,...

category-iconLæknisfræði

Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?

Upptaka næringarefna, úrgangslosun og loftskipti fósturs fara fram í gegnum fylgju sem er tengd blóðrás móðurinnar. Móðirin sér því í raun um meltingu fyrir fóstrið og það þarf því ekki að skila af sér saur. Fóstursaur (e. meconium) nefnast fyrstu hægðir sem koma frá nýfæddu barni og á heitið einnig við um hæg...

category-iconLandafræði

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

category-iconNæringarfræði

Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ef maður borðar of mikið af vítamíni sem maður setur í vatn getur eitthvað gerst, er það vont fyrir mann? Þó að vítamín og steinefni séu nauðsynleg er ekki þar með sagt að margfaldur dagskammtur sé margfalt hollari. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er h...

category-iconNæringarfræði

Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hve þungur er lítri af rjóma? Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?

Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er dómsdagur kristinna manna?

Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...

category-iconEfnafræði

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?

Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...

Fleiri niðurstöður