Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?

Þórdís Kristinsdóttir

Upptaka næringarefna, úrgangslosun og loftskipti fósturs fara fram í gegnum fylgju sem er tengd blóðrás móðurinnar. Móðirin sér því í raun um meltingu fyrir fóstrið og það þarf því ekki að skila af sér saur.

Fóstursaur (e. meconium) nefnast fyrstu hægðir sem koma frá nýfæddu barni og á heitið einnig við um hægðainnihald frá fóstri. Fóstursaur er svargrænn, þykkur og slímkenndur og gefur legvatninu sérkennilegan grænleitan blæ þegar hann blandast því. Hann samanstendur af þeim efnum sem barnið hefur tekið inn meðan það er í leginu, svo sem líknarbelgsvökva, meltingarþekjufrumum, slími, galli og vatni. Ólíkt seinni úrgangi frá nýfæddu barni er hann lyktarlaus, seigfljótandi og klístraður, auk þess sem hann er 85-90% vatn og nánast dauðhreinsaður og veldur því ekki sýkingu í leginu. Venjulega losar nýfædd bönr sig við allan fóstursaur úr ristli á fyrstu dögum ævinnar og verður saurinn síðan gulleitari, enda er hann þá úr meltri mjólk.

Oftast er fóstursaur í legvatni skaðlaus en getur þó valdið vanda er barnið dregur fyrsta andardráttinn.

Fóstursaur er oftast geymdur í þörmum barns þar til eftir fæðingu en það kemur fyrir að hann losni við hríðir eða í fæðingu. Þetta gerist helst ef móðirin hefur gengið fram yfir en einnig ef fóstrið eða barnið verður fyrir áfalli í leginu. Fóstursaurvökvi getur því verið merki um fósturnauð, en þá fylgja oftast önnur merki um að barnið þoli hríðirnar illa. Oftast er fóstursaur í legvatni skaðlaus en getur þó valdið vanda er barnið dregur fyrsta andardráttinn. Hann er mjög þykkfljótandi og getur teppt öndunarveginn ef barn andar honum að sér og þá valdið andnauð eða lungnabólgu. Þetta er ekki algengt en áhættuþáttur sem nauðsynlegt er að gæta að.

Fóstursaur í legvatni má meðhöndla strax á meðan móðir hefur hríðir. Þá er túpa sett inn í legið og þrædd upp með fóstrinu. Dauðhreinsuðum og volgum svonefndum IV-vökva er síðan dælt um túpuna inn í legið og þynnir hann fóstursaurinn. Þannig er komið í veg fyrir að þykkur, seigfljótandi fóstursaur teppi öndunarveg barnsins. Eftir fæðingu felst meðhöndlun í léttu sogi úr munni og nefi barnsins og dugir það til ef barnið er hraust.

Oftast er ekki hættulegt fyrir barn að anda að sér smá fóstursaur. En ef það gerist og veldur andnauð eða öðrum vanda er barnið flutt á nýburavaktina og fylgst með því þar og viðeigandi meðferð veitt.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.1.2012

Spyrjandi

Ívar Ásgeir Agnarsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52249.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 13. janúar). Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52249

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52249>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?
Upptaka næringarefna, úrgangslosun og loftskipti fósturs fara fram í gegnum fylgju sem er tengd blóðrás móðurinnar. Móðirin sér því í raun um meltingu fyrir fóstrið og það þarf því ekki að skila af sér saur.

Fóstursaur (e. meconium) nefnast fyrstu hægðir sem koma frá nýfæddu barni og á heitið einnig við um hægðainnihald frá fóstri. Fóstursaur er svargrænn, þykkur og slímkenndur og gefur legvatninu sérkennilegan grænleitan blæ þegar hann blandast því. Hann samanstendur af þeim efnum sem barnið hefur tekið inn meðan það er í leginu, svo sem líknarbelgsvökva, meltingarþekjufrumum, slími, galli og vatni. Ólíkt seinni úrgangi frá nýfæddu barni er hann lyktarlaus, seigfljótandi og klístraður, auk þess sem hann er 85-90% vatn og nánast dauðhreinsaður og veldur því ekki sýkingu í leginu. Venjulega losar nýfædd bönr sig við allan fóstursaur úr ristli á fyrstu dögum ævinnar og verður saurinn síðan gulleitari, enda er hann þá úr meltri mjólk.

Oftast er fóstursaur í legvatni skaðlaus en getur þó valdið vanda er barnið dregur fyrsta andardráttinn.

Fóstursaur er oftast geymdur í þörmum barns þar til eftir fæðingu en það kemur fyrir að hann losni við hríðir eða í fæðingu. Þetta gerist helst ef móðirin hefur gengið fram yfir en einnig ef fóstrið eða barnið verður fyrir áfalli í leginu. Fóstursaurvökvi getur því verið merki um fósturnauð, en þá fylgja oftast önnur merki um að barnið þoli hríðirnar illa. Oftast er fóstursaur í legvatni skaðlaus en getur þó valdið vanda er barnið dregur fyrsta andardráttinn. Hann er mjög þykkfljótandi og getur teppt öndunarveginn ef barn andar honum að sér og þá valdið andnauð eða lungnabólgu. Þetta er ekki algengt en áhættuþáttur sem nauðsynlegt er að gæta að.

Fóstursaur í legvatni má meðhöndla strax á meðan móðir hefur hríðir. Þá er túpa sett inn í legið og þrædd upp með fóstrinu. Dauðhreinsuðum og volgum svonefndum IV-vökva er síðan dælt um túpuna inn í legið og þynnir hann fóstursaurinn. Þannig er komið í veg fyrir að þykkur, seigfljótandi fóstursaur teppi öndunarveg barnsins. Eftir fæðingu felst meðhöndlun í léttu sogi úr munni og nefi barnsins og dugir það til ef barnið er hraust.

Oftast er ekki hættulegt fyrir barn að anda að sér smá fóstursaur. En ef það gerist og veldur andnauð eða öðrum vanda er barnið flutt á nýburavaktina og fylgst með því þar og viðeigandi meðferð veitt.

Heimildir:

Mynd:...