Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar tengjast eflandi kennslu sjúklinga og þá sérstaklega fólks með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma.

Rannsóknir Árúnar á sykursýki hófust í meistaranámi hennar við Háskólann í Wales þegar hún vann með hópi rannsakenda sem tengdu saman vinnu við rannsóknir og vinnu í klínik. Þær rannsóknir fjölluðu um hvað þarf helst að athuga til að hinn langveiki nái tökum á insúlínmeðferð sinni og hvernig tryggja megi öryggi einstaklingins. Í doktorsnáminu var sjónum beint að eflandi kennslu til einstaklinga með sykursýki og innihaldi kennslunnar. Búið var til líkan sem sýndi hvaða þættir og svið eru mikilvæg fyrir heilbrigðisstarfsfólk að taka með í kennslu þannig að hún verði eflandi fyrir hinn sjúka. Þýdd og staðfærð voru matstæki sem meta þekkingu, vellíðan, sjálfsumönnun og streitu í tengslum við sykursýkina. Streitulistinn (Problems Area in Diabetes (PAID)) er síðan orðinn hluti af ráðlögðu árlegu mati á streitu í tengslum við sykursýki í klínik hjá fólki með sykursýki. Árún hefur verið hluti af Norrænum hópi rannsakenda í sykursýki, DiaHEALTH, þar sem unnar hafa verið rannsóknir af ýmsum toga, til dæmis um eldra fólk og sykursýki og umönnun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum.

Meginviðfangsefni rannsókna Árúnar tengjast eflandi kennslu sjúklinga og þá sérstaklega fólks með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma.

Árún leiddi rannsóknahóp frá Íslandi um eflandi sjúklingafræðslu (Empowering education of orthopaedic patients – evaluation and international comparison 2009-2015 (EEPO)) fyrir sjúklinga sem fóru í liðskiptaaðgerðir en rannsóknin fór fram samtímis í sjö Evrópulöndum. Þar voru til dæmis væntingar skurðsjúklinga og aðstandenda þeirra til kennslunnar fyrir aðgerð metnar og bornar saman við hvaða kennslu sömu einstaklingar töldu sig hafa fengið eftir aðgerðina. Lagt var mat á innihald og breidd kennslunnar og hvaða áhrif óuppfylltar væntingar hefðu á líðan eftir aðgerð, svo sem verki og heilsutengd lífsgæði.

Frá árinu 2007 hefur Árún verið þátttakandi í hópi hjúkrunarkennara í Evrópu, UDINE-C (Understanding Developmental Issues for Nurse Educator Careers). Hópurinn hittist reglulega og hefur birt nokkrar vísindagreinar um kennslu hjúkrunarfræðinemenda í hinum ýmsu Evrópulöndum.

Árún er fædd árið 1957, varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1977, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, prófi í svæfingahjúkrun frá Bergen 1987, meistaraprófi frá Háskólanum í Wales 1997 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2008.

Mynd:
  • Úr safni ÁKS.

Útgáfudagur

7.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75934.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75934

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar tengjast eflandi kennslu sjúklinga og þá sérstaklega fólks með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma.

Rannsóknir Árúnar á sykursýki hófust í meistaranámi hennar við Háskólann í Wales þegar hún vann með hópi rannsakenda sem tengdu saman vinnu við rannsóknir og vinnu í klínik. Þær rannsóknir fjölluðu um hvað þarf helst að athuga til að hinn langveiki nái tökum á insúlínmeðferð sinni og hvernig tryggja megi öryggi einstaklingins. Í doktorsnáminu var sjónum beint að eflandi kennslu til einstaklinga með sykursýki og innihaldi kennslunnar. Búið var til líkan sem sýndi hvaða þættir og svið eru mikilvæg fyrir heilbrigðisstarfsfólk að taka með í kennslu þannig að hún verði eflandi fyrir hinn sjúka. Þýdd og staðfærð voru matstæki sem meta þekkingu, vellíðan, sjálfsumönnun og streitu í tengslum við sykursýkina. Streitulistinn (Problems Area in Diabetes (PAID)) er síðan orðinn hluti af ráðlögðu árlegu mati á streitu í tengslum við sykursýki í klínik hjá fólki með sykursýki. Árún hefur verið hluti af Norrænum hópi rannsakenda í sykursýki, DiaHEALTH, þar sem unnar hafa verið rannsóknir af ýmsum toga, til dæmis um eldra fólk og sykursýki og umönnun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum.

Meginviðfangsefni rannsókna Árúnar tengjast eflandi kennslu sjúklinga og þá sérstaklega fólks með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma.

Árún leiddi rannsóknahóp frá Íslandi um eflandi sjúklingafræðslu (Empowering education of orthopaedic patients – evaluation and international comparison 2009-2015 (EEPO)) fyrir sjúklinga sem fóru í liðskiptaaðgerðir en rannsóknin fór fram samtímis í sjö Evrópulöndum. Þar voru til dæmis væntingar skurðsjúklinga og aðstandenda þeirra til kennslunnar fyrir aðgerð metnar og bornar saman við hvaða kennslu sömu einstaklingar töldu sig hafa fengið eftir aðgerðina. Lagt var mat á innihald og breidd kennslunnar og hvaða áhrif óuppfylltar væntingar hefðu á líðan eftir aðgerð, svo sem verki og heilsutengd lífsgæði.

Frá árinu 2007 hefur Árún verið þátttakandi í hópi hjúkrunarkennara í Evrópu, UDINE-C (Understanding Developmental Issues for Nurse Educator Careers). Hópurinn hittist reglulega og hefur birt nokkrar vísindagreinar um kennslu hjúkrunarfræðinemenda í hinum ýmsu Evrópulöndum.

Árún er fædd árið 1957, varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1977, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, prófi í svæfingahjúkrun frá Bergen 1987, meistaraprófi frá Háskólanum í Wales 1997 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2008.

Mynd:
  • Úr safni ÁKS.

...