Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 150 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er vatn glært?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?

Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?

Upprunalega spurningin var: Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur? Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt na...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?

Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?

Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er himinninn blár?

Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru sum ský hvít en önnur grá?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Litir hlutar ráðast af bylgjulengd þess ljóss sem þeir endurkasta, rauðir hlutir endurkasta rauða hlut...

category-iconHugvísindi

Hvernig elda ég grátt silfur?

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...

category-iconHugvísindi

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar? Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur),...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er sólin gul?

Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...

category-iconHugvísindi

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?

Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...

Fleiri niðurstöður