Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur?Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt nafnorðunum skán og skenna ‘skeina, smásár, hárlaus blettur’. Hann bendir einnig á örnefnið Skjanni, sem er heiti á ljósleitu fjalli, og lýsingarorð eins og skjannabjartur og skjannahvítur um sterkan (ljósan) lit, og skjannalegur um tunglbirtu og andlitsfölva.
Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?
Útgáfudagur
26.10.2021
Spyrjandi
Atli Valur Jóhannsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?“ Vísindavefurinn, 26. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82146.
Guðrún Kvaran. (2021, 26. október). Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82146
Guðrún Kvaran. „Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82146>.