Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún einkum námskeið um sögu íslensks orðaforða, beygingar- og oðrmyndunarfræði og nafnfræði við hugvísindadeild og inngang að indóevrópskri samanburðarmálfræði með sanskrít og hettitísku sem samanburðarmál innan almennra málvísinda.

Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín. Viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði (sjá Curriculum vitæ). Hún hefur einnig skrifað fjölmarga pistla fyrir Vísindavefinn og flutti rúmlega 200 þætti á vegum Orðabókar Háskólans undir heitinu Íslenskt mál. Hún vinnur nú við rannsóknir á tökuorðum í íslensku frá því um 1850 og fram undir síðustu aldamót.

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að íslenskum orðaforða í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði. Myndin er tekin við skrifborðið í vinnuherbergi Guðrúnar á heimili hennar, þann 1. janúar 2018.

Guðrún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í tengslum við starf sitt og áhugamál. Hún var til dæmis forseti Vísindafélags Íslendinga í fimm ár, hefur um árabil verið formaður Íslenskrar málnefndar og í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1987, forseti frá 2014, fyrst kvenna í sögu félagsins.

Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1943. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og cand.mag. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands með bókmenntir að aðalgrein 1969. Þá hélt hún til framhaldsnáms til Þýskalands og sneri sér að samanbuðarmálfræði með áherslu á sanskrít, hettitísku og litháísku. Guðrún innritaðist í doktorsnám 1977 og lauk því 1981. Ritgerðin var á sviði nafnfræði og fjallaði um árheiti í Schleswig-Holstein og Jótlandi frá sögulegu sjónarhorni.

Mynd:
  • Úr safni GK.

Útgáfudagur

26.1.2018

Síðast uppfært

20.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75020.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75020

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75020>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?
Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún einkum námskeið um sögu íslensks orðaforða, beygingar- og oðrmyndunarfræði og nafnfræði við hugvísindadeild og inngang að indóevrópskri samanburðarmálfræði með sanskrít og hettitísku sem samanburðarmál innan almennra málvísinda.

Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín. Viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði (sjá Curriculum vitæ). Hún hefur einnig skrifað fjölmarga pistla fyrir Vísindavefinn og flutti rúmlega 200 þætti á vegum Orðabókar Háskólans undir heitinu Íslenskt mál. Hún vinnur nú við rannsóknir á tökuorðum í íslensku frá því um 1850 og fram undir síðustu aldamót.

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að íslenskum orðaforða í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði. Myndin er tekin við skrifborðið í vinnuherbergi Guðrúnar á heimili hennar, þann 1. janúar 2018.

Guðrún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í tengslum við starf sitt og áhugamál. Hún var til dæmis forseti Vísindafélags Íslendinga í fimm ár, hefur um árabil verið formaður Íslenskrar málnefndar og í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1987, forseti frá 2014, fyrst kvenna í sögu félagsins.

Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1943. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og cand.mag. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands með bókmenntir að aðalgrein 1969. Þá hélt hún til framhaldsnáms til Þýskalands og sneri sér að samanbuðarmálfræði með áherslu á sanskrít, hettitísku og litháísku. Guðrún innritaðist í doktorsnám 1977 og lauk því 1981. Ritgerðin var á sviði nafnfræði og fjallaði um árheiti í Schleswig-Holstein og Jótlandi frá sögulegu sjónarhorni.

Mynd:
  • Úr safni GK.

...