Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegundirnar í lofthjúpnum valda því að þeir endurkastast á mismunandi hátt og af þessu endurkasti hlýst guli liturinn á sólinni. Þannig virðist sólin gul þegar hún er hátt á lofti en rauðleit við sólarupprás eða sólsetur.Svipað er uppi á teningnum ef við skoðum af hverju himinninn er blár? en bláa ljósið dreifist miklu meira en annað ljós og þess vegna er himinninn blár. Ef við lítum að lokum á vegg sem hefur verið málaður grænn, þá hefur græna málningin tekið til sín alla aðra liti en grænan sem hún endurkastar og þess vegna verður veggurinn grænn. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir? eftir JGÞ
- Af hverju varpast skuggar ekki í lit? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig er ekkert á litinn? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Russian-American Long-term Census of the Arctic . Sótt 4.4.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.