Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig elda ég grátt silfur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara."

Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu eldur. Hún beygðist í eintölu eldi (hann eldi) og í fleirtölu eldu (þeir eldu) og helst forna beygingin oft í orðtakinu í nútímamáli. Á 19. öld fór að bera á því að þátíðarmyndin væri eldaði, það er "þeir elduðu grátt silfur" og lifa báðar beygingarnar nú hlið við hlið. Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'. Andstæðan var hvítt silfur.

Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'.

Bent hefur verið á að hafi óvarlega verið farið með eld við silfurbræðslu hafi kolefni náð að blandast silfrinu þannig að það varð grátt að lit við hitunina. Líkingin er sennilega frá þessu dregin. Um þetta má lesa í bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:318–319).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.6.2007

Síðast uppfært

4.2.2021

Spyrjandi

Sólrún Einarsdóttir, Róbert Guðlaugsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig elda ég grátt silfur?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6705.

Guðrún Kvaran. (2007, 28. júní). Hvernig elda ég grátt silfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6705

Guðrún Kvaran. „Hvernig elda ég grátt silfur?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6705>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig elda ég grátt silfur?
Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara."

Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu eldur. Hún beygðist í eintölu eldi (hann eldi) og í fleirtölu eldu (þeir eldu) og helst forna beygingin oft í orðtakinu í nútímamáli. Á 19. öld fór að bera á því að þátíðarmyndin væri eldaði, það er "þeir elduðu grátt silfur" og lifa báðar beygingarnar nú hlið við hlið. Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'. Andstæðan var hvítt silfur.

Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'.

Bent hefur verið á að hafi óvarlega verið farið með eld við silfurbræðslu hafi kolefni náð að blandast silfrinu þannig að það varð grátt að lit við hitunina. Líkingin er sennilega frá þessu dregin. Um þetta má lesa í bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:318–319).

Mynd: