Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar?

Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur), horaðan (gála, horbengla, horgála) eða í góðum holdum (golþorskur), stóran og horaðan (aulaþorskur, auli, roðmegringur), stóran og feitan (búraþorskur, dólpungur), lítinn og horaðan (slonti), fisk kominn að goti (gotungur) og annað er einkennir fiskinn. Þau nöfn sem hér eru nefnd eru aðeins nokkur af þeim fjölda sem notuð eru um þorskinn.

Eitt heitið, sem er mjög algengt um allt land, er sá guli. Það stafar af gulleitum eða gulgrænum blæ á roði þorsksins. Vel má vera að þetta heiti hafi upphaflega verið eins konar nóaorð. Með því er átt við að notað sé feluorð í stað hins rétta heitis. Þá er sagt sá guli í stað þorsks í þeirri trú að hið rétta heiti geti fælt þorskinn af miðunum. Nóaorð eru mörg í málinu og er 'lágfóta' í stað orðanna 'tófa' eða 'refur' til dæmis eitt þeirra.



"Sá guli" er aðeins eitt af mörgum heitum þorsksins.

Þótt þorskurinn sé sagður gulur þarf það ekki að merkja að guli liturinn sé mjög áberandi og ríkjandi. Sauðfé, sem flestum sýnist hvítt, er til dæmis sagt gult ef haus, hnakki og fætur eru gulleitari en skrokkurinn. Fáir mundu líka segja að steinbíturinn væri blár þótt það þekkist að hann sé kallaður sá blái.

Höfundi er ekki kunnugt um að heitið sá guli sé víðar notað en hér á landi.

Mynd: Atlantic cod stress project

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.11.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6394.

Guðrún Kvaran. (2006, 21. nóvember). Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6394

Guðrún Kvaran. „Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar?

Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur), horaðan (gála, horbengla, horgála) eða í góðum holdum (golþorskur), stóran og horaðan (aulaþorskur, auli, roðmegringur), stóran og feitan (búraþorskur, dólpungur), lítinn og horaðan (slonti), fisk kominn að goti (gotungur) og annað er einkennir fiskinn. Þau nöfn sem hér eru nefnd eru aðeins nokkur af þeim fjölda sem notuð eru um þorskinn.

Eitt heitið, sem er mjög algengt um allt land, er sá guli. Það stafar af gulleitum eða gulgrænum blæ á roði þorsksins. Vel má vera að þetta heiti hafi upphaflega verið eins konar nóaorð. Með því er átt við að notað sé feluorð í stað hins rétta heitis. Þá er sagt sá guli í stað þorsks í þeirri trú að hið rétta heiti geti fælt þorskinn af miðunum. Nóaorð eru mörg í málinu og er 'lágfóta' í stað orðanna 'tófa' eða 'refur' til dæmis eitt þeirra.



"Sá guli" er aðeins eitt af mörgum heitum þorsksins.

Þótt þorskurinn sé sagður gulur þarf það ekki að merkja að guli liturinn sé mjög áberandi og ríkjandi. Sauðfé, sem flestum sýnist hvítt, er til dæmis sagt gult ef haus, hnakki og fætur eru gulleitari en skrokkurinn. Fáir mundu líka segja að steinbíturinn væri blár þótt það þekkist að hann sé kallaður sá blái.

Höfundi er ekki kunnugt um að heitið sá guli sé víðar notað en hér á landi.

Mynd: Atlantic cod stress project...