Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 490 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti. Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars ...

category-iconHugvísindi

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

category-iconUnga fólkið svarar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?

Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi. Mörg stjör...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?

Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconHugvísindi

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að það verði hvít jól?

Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?

Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku?

Í eina tíð var Madagaskar lítill hluti af stór-meginlandinu Pangæu (Al-landi), þar sem að því lágu Afríka, Suðurskautslandið og Indland. Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en sne...

Fleiri niðurstöður