Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?

Bolli Þórsson

Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í Evrópu, til dæmis er bílaeign mjög algeng á Íslandi sem dregur úr hreyfingu í daglegu lífi.



Sérstaða Íslendinga í mataræði gæti átt sinn þátt í lægri tíðni sykursýki en það hefur ekki verið skoðað almennilega. Ólíklegt er að heilbrigðiskerfið geti komið í veg fyrir sykursýki nema með því að meta áhættuþætti sykursýki og koma þeim til aðstoðar sem eru í aukinni áhættu. Engin eða lítil slík starfsemi er hér á landi svo ég viti og því ólíklegt að heilbrigðiskerfið hafi teljandi áhrif.

Það er sem sagt ekki gott að skýra hvers vegna tíðnin er mjög lág á Íslandi. Hitt er vitað að tíðnin hér er mjög vaxandi svo ekki er víst að sérstaða okkar í þessum efnum haldist um ókomin ár.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: BBC News. Sótt 18. 1. 2010.


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju eru tilfelli sykursýki á Íslandi lægst í Evrópu? Hvaða þættir spila þar helst inn í; erfðir, mataræði, hreyfing, heilbrigðiskerfi eða annað?

Höfundur

læknir hjá Hjartavernd

Útgáfudagur

19.1.2010

Spyrjandi

Daði Freyr Ólafsson

Tilvísun

Bolli Þórsson. „Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2010, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54714.

Bolli Þórsson. (2010, 19. janúar). Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54714

Bolli Þórsson. „Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2010. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54714>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?
Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í Evrópu, til dæmis er bílaeign mjög algeng á Íslandi sem dregur úr hreyfingu í daglegu lífi.



Sérstaða Íslendinga í mataræði gæti átt sinn þátt í lægri tíðni sykursýki en það hefur ekki verið skoðað almennilega. Ólíklegt er að heilbrigðiskerfið geti komið í veg fyrir sykursýki nema með því að meta áhættuþætti sykursýki og koma þeim til aðstoðar sem eru í aukinni áhættu. Engin eða lítil slík starfsemi er hér á landi svo ég viti og því ólíklegt að heilbrigðiskerfið hafi teljandi áhrif.

Það er sem sagt ekki gott að skýra hvers vegna tíðnin er mjög lág á Íslandi. Hitt er vitað að tíðnin hér er mjög vaxandi svo ekki er víst að sérstaða okkar í þessum efnum haldist um ókomin ár.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: BBC News. Sótt 18. 1. 2010.


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju eru tilfelli sykursýki á Íslandi lægst í Evrópu? Hvaða þættir spila þar helst inn í; erfðir, mataræði, hreyfing, heilbrigðiskerfi eða annað?
...