Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?

EDS

Nikótín hefur ýmis áhrif á líkamann eins og lesa má í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni: Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis „umbunarkerfið“ eða „fíknikerfið“. Losun á dópamíni í umbunarkerfinu veldur vellíðan og sú tilfinning sem það framkallar á þátt í fíkninni sem tengist tóbaki rétt eins fíkn sem tengist alkóhóli og ýmsum lyfjum.

Tóbaksnotendur eru að sækja í þessi áhrif nikótínsins og það er meginástæðan fyrir því að tóbak er ávanabindandi. Heilafrumur örvast af efninu fyrst í stað en mynda síðan nikótínþol. Hætti líkaminn síðan að fá nikótín geta komið fram ýmis fráhvarfseinkenni svo sem depurð, svefnleysi, pirringur, reiði, óþol, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægari hjartsláttur, svimi og aukin matarlyst.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Kristján Númi Sveinsson, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59242.

EDS. (2011, 5. apríl). Af hverju er nikótín svona ávanabindandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59242

EDS. „Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59242>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?
Nikótín hefur ýmis áhrif á líkamann eins og lesa má í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni: Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis „umbunarkerfið“ eða „fíknikerfið“. Losun á dópamíni í umbunarkerfinu veldur vellíðan og sú tilfinning sem það framkallar á þátt í fíkninni sem tengist tóbaki rétt eins fíkn sem tengist alkóhóli og ýmsum lyfjum.

Tóbaksnotendur eru að sækja í þessi áhrif nikótínsins og það er meginástæðan fyrir því að tóbak er ávanabindandi. Heilafrumur örvast af efninu fyrst í stað en mynda síðan nikótínþol. Hætti líkaminn síðan að fá nikótín geta komið fram ýmis fráhvarfseinkenni svo sem depurð, svefnleysi, pirringur, reiði, óþol, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægari hjartsláttur, svimi og aukin matarlyst.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...