Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem hann virðist koma að kvöldi aðfangadags. Um hann segir í vísunum.
Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld.Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:
Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið (bls. 104).Lesa má jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum með því að smella hér. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum
- Hvað getið þið sagt mér um jólasveina? eftir Gróu Finnsdóttur og Árna Björnsson
- Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins? eftir Árna Björnsson
- Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður? eftir Sigurð Ægisson
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvenær kemur Kertasníkir til byggða? Aðfaranótt aðfangadags eða jóladags? Ég vísa til vísu Jóhannesar úr Kötlum.