Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?

EDS

Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi.

Mörg stjörnumerki eru ævaforn. Flestar menningarþjóðir virðast hafa búið sér til stjörnumerki út frá uppröðun stjarnanna á himninum. Það að ímynda sér verur á himninum á líklega rætur að rekja til bænda og stjörnufræðinga sem höfðu af því hagnýtt gildi.



Stjörnumerkið krabbinn.

Megintilgangur merkjanna var að segja hvaða stjörnur voru hvar á hverjum tíma. Bændur til forna notuðu merkin til þess að vita hvenær skyldi sá og hvenær taka ætti afraksturinn upp. Þeir nýttu sér því að sum stjörnumerki sjást aðeins á ákveðnum tímum ársins. Til þess að hjálpa þeim við að muna merkin tengdu þeir þau við þekkt fyrirbæri sem þau minntu ef til vill á.

Þetta svar byggir á svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?

Frekari fróðleikur um einstök stjörnumerki:

Mynd: redOrbit.com. Sótt 14. 8. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

19.8.2008

Spyrjandi

Júlía Fanney

Tilvísun

EDS. „Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48641.

EDS. (2008, 19. ágúst). Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48641

EDS. „Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48641>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?
Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi.

Mörg stjörnumerki eru ævaforn. Flestar menningarþjóðir virðast hafa búið sér til stjörnumerki út frá uppröðun stjarnanna á himninum. Það að ímynda sér verur á himninum á líklega rætur að rekja til bænda og stjörnufræðinga sem höfðu af því hagnýtt gildi.



Stjörnumerkið krabbinn.

Megintilgangur merkjanna var að segja hvaða stjörnur voru hvar á hverjum tíma. Bændur til forna notuðu merkin til þess að vita hvenær skyldi sá og hvenær taka ætti afraksturinn upp. Þeir nýttu sér því að sum stjörnumerki sjást aðeins á ákveðnum tímum ársins. Til þess að hjálpa þeim við að muna merkin tengdu þeir þau við þekkt fyrirbæri sem þau minntu ef til vill á.

Þetta svar byggir á svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?

Frekari fróðleikur um einstök stjörnumerki:

Mynd: redOrbit.com. Sótt 14. 8. 2008....