Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2340 svör fundust
Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?
Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...
Hvernig er sögnin að „vaxa” í 2. persónu et.?
Sennilegast er að sögnin að vaxa sé í 2.p.et. þú vex. Ég sagði „sennilegast” því að þær málfræðibækur sem ég leitaði til svöruðu ekki spurningunni. Svo virðist sem menn sneiði almennt hjá að nota sambandið því að í gagnasafni Orðabókar Háskólans var ekkert dæmi þar sem 2.p. kom fyrir. Í stórum textabanka, sem l...
Hvað eru margir litir til í heiminum?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar til 10 milljóna lita. Sum skordýr og fuglar gera greinarmun á litum sem við sjáum ekki og greina einnig útfjólublátt ljós. En þá stendur eftir...
Hvaðan kemur sögnin 'að redda' einhverju?
Sögnin að redda í merkingunni ‘bjarga einhverju við, hjálpa um eða með eitthvað, útvega eitthvað’ er fengin að láni úr dönsku redde sem aftur er fengið að láni frá lágþýsku redden í sömu merkingu. Sama gildir um nafnorðið reddari ‘sá sem reddar’ að það er einnig fengið að láni úr dönsku. Orðin eru fremur ung í...
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin? Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á ...
Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag? Mér er alveg fyrirmunað að finna nokkuð um það á netinu. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir svari á vefnum svo ef þið getið svarað því strax þá væri það frábært. Þið vitið svo mikið!Samkvæmt manntali Nýj...
Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur? Ef það er hægt hvernig er það þá gert?Best er að varðveita köngulær og langfætlur í sérstökum vökva því þær hafa ekki harða skurn eins og skordýr. Því hentar illa þurrka þær og festa með nál því þær skorpna og molna þegar þær þor...
Af hverju heitir brunahani því nafni?
Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...
Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefur nýgengi eitlakrabbameins (Hodgkins) aukist á undanförnum árum? Eru einhverjar rannsóknir til um áhættuhópa? Hodgkins-sjúkdómur, sem er krabbamein í eitilfrumum, er ekki meðal þeirra meina sem eru í 15 efstu sætum hvað varðar árlegt nýgengi á Íslandi. Um hann gildir e...
Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað? Ég hef heyrt orðið "dögurður" í þessu sambandi. Heyrði það fyrst á Hótel Sögu árið 1986.Orðið brunch virðist notað af flestum í sinni upprunalegu mynd, það er sem aðkomuorð úr ensku. Eitthvað virðist þó orðið dögurður vera notað um...
Hvaða mál er með vexti?
Nafnorðið mál hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasambandinu svo/þannig er mál með vexti ‛því er þannig háttað’ merkir mál ‛málefni, málavextir’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá upphafi 17. aldar en Jón Friðjónsson bendir á eldra dæmi frá upphafi 16. aldar í ritinu Mergur málsins (1993:...
Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?
Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...
Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér? Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að bo...
Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?
Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...
Hvað heitir skaftið á sverði?
Hjalt (hvk), í fleirtölu hjölt, er þverstykkið ofan og neðan við meðalkaflann, handfangið, á sverði. Fyrir neðan neðra hjaltið tekur við brandurinn, sjálft sverðsblaðið. Orðið hjalt er gamalt og finnst í öllum eldri stigum germanskra mála. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:332-333) telur það komið...