Hefur nýgengi eitlakrabbameins (Hodgkins) aukist á undanförnum árum? Eru einhverjar rannsóknir til um áhættuhópa?Hodgkins-sjúkdómur, sem er krabbamein í eitilfrumum, er ekki meðal þeirra meina sem eru í 15 efstu sætum hvað varðar árlegt nýgengi á Íslandi. Um hann gildir eins og um aðra fátíða sjúkdóma að sjá má miklar tilviljanasveiflur milli ára, jafnvel þótt skoðuð séu fimm ára tímabil. Sjúkdómstilfellum virðist ekki vera að fjölga. Orsakir sjúkdómsins eru ekki vel þekktar, en erlendar rannsóknir benda þó til þess að einhver tengsl séu milli hans og smits af völdum örvera (veira eða baktería).
Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?
Útgáfudagur
19.2.2004
Spyrjandi
Gunnar Sæmundsson
Tilvísun
Laufey Tryggvadóttir. „Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4009.
Laufey Tryggvadóttir. (2004, 19. febrúar). Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4009
Laufey Tryggvadóttir. „Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4009>.