Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 374 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商&#...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?

Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?

Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...

category-iconHugvísindi

Hvað er leif í sagnfræði?

Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...

category-iconBókmenntir og listir

Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum? Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:[æ]vintýri s...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?

Um höfundarétt gilda höfundalög nr. 73/1972. Í 1. mgr. 11. gr. þeirra laga segir:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu.Lögin heimila því afritun tónlistar sé hún gerð til einkanota viðkomandi. Skilyrðið um einkanot útiloka not í atvinnurekstri og á fyrst og fremst við um bein persónuleg ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eftir hvern er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ og hvenær varð hann svona þekktur?

Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ er eftir séra Einar Sigurðsson sem var prestur í Eydölum um og eftir aldamótin 1600. Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1539. Foreldrar hans voru séra Sigurður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en var vart komin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar ríma er Tímaríma?

Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til bók um íslensk skordýr?

Ekki hafa margar bækur verið gefnar út um íslensk skordýr. Helst koma upp í hugann tvær aðgengilegar bækur:Dulin veröld: Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson sem kom út 2002. Þessi bók fjallar um fjölmörg íslensk skordýr á aðgengilegan hátt.Bók í ritröð Landverndar, Pöddur:...

category-iconLögfræði

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?

Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

Fleiri niðurstöður