Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum?
Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:
[æ]vintýri sé löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi [...].Til eru ýmsar kenningar um uppruna ævintýra og hafa rannsóknir leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Ævintýri tengjast munnlegri hefð, þau hafa varðveist kynslóð fram af kynslóð í munnmælum í öllum heimshornum. Til er fjöldinn allur af þjóðsögum og ævintýrum í heiminum og sömu sögurnar má finna í mörgum heimshlutum. Grundvallarhugmyndin er þá alltaf sú sama en útfærslan er mismunandi á milli menningarheima. Þetta sést til dæmis vel í bókinni Öskubuska í austri og vestri sem kom út á íslensku árið 1982. Í þeirri bók birtast ýmsar útgáfur sögunnar um Öskubusku frá mörgum mismunandi löndum og er gaman að skoða í hverju munurinn á þeim liggur. Ævintýri urðu þannig til að einhver sagði sögu. Sögumaðurinn gat verið hver sem er, til dæmis sagnaskáld sem fékk greitt fyrir söguna eða móðir sem stytti fjölskyldu sinni stundir við tóvinnuna á kvöldin í köldum íslenskum torfbæ. Í svari sínu við spurningunni: Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?, bendir Helga Kress til dæmis á það að íslenskar þjóðsögur megi einkum rekja til kvenna, því konurnar „sögðu sögurnar sem karlmennirnir síðan söfnuðu og skráðu“.
Í ævintýrinu um Þyrnirós sváfu allir í höllinni í heila öld.
- Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum? eftir Rakeli Pálsdóttur
- Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi? eftir Gísla Sigurðsson
- Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi? eftir Gísla Sigurðsson