Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?
Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé? Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vega...
Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?
Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?
Keops-píramídinn Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er el...
Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...
Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?
Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?
Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.Að frádregnum stigum fyrir m...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Hvað varð um París og Helenu fögru?
París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...
Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?
Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...
Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...
Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...