Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið?Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrgangi, oft úr garðalóarhroða ofan af fjárhúsakróm. Önnur gerð var þannig að tvö stutt fléttuð bönd voru saumuð saman um miðjuna, en þannig að auga var látið vera á móti legg á báðum endum, var svo hneppt beggja megin utan um báða fætur hestsins.
- Iðnsaga Íslands. 1943. I-II. Útgefandi Iðnaðarmannafélagið. Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. 2. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 30.9.2023).
- Mynd: Byggðasafn Árnesinga. Birt með góðfúslegu leyfi.