Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið?

Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrgangi, oft úr garðalóarhroða ofan af fjárhúsakróm. Önnur gerð var þannig að tvö stutt fléttuð bönd voru saumuð saman um miðjuna, en þannig að auga var látið vera á móti legg á báðum endum, var svo hneppt beggja megin utan um báða fætur hestsins.

Hnapphelda með legg sem varðveitt er á Byggðasafni Árnesinga.

Orðið hnapphelda er mest notað í yfirfærðri merkingu og þá í ýmsum myndum. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:363) eru þessar nefndar: 1. fá á sig hnapphelduna ‘kvænast; athafnafrelsi e-s er skert’, 2. koma á e-n hnappheldunni ‘koma e-m í hjónaband’, 3. leggja á e-n hnapphelduna ‘hindra e-n, takmarka frelsi eða svigrúm e-s’ og 4. vera kominn í hnapphelduna ‘vera genginn í hjónaband.’

Samkvæmt Ritmálsafni Orðabókar Háskólans eru orðasamböndin nr. 1 og 3 þekkt frá síðari hluta 19. aldar en nr. 2 og 4 frá síðari hluta 20. aldar. Vísunin til hafta hesta er augljós. Sá sem kominn er í hnapphelduna er fasthnepptur.

Heimildir og mynd:

  • Iðnsaga Íslands. 1943. I-II. Útgefandi Iðnaðarmannafélagið. Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. 2. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 30.9.2023).
  • Mynd: Byggðasafn Árnesinga. Birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.11.2023

Spyrjandi

Arnór Heiðar Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85217.

Guðrún Kvaran. (2023, 27. nóvember). Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85217

Guðrún Kvaran. „Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið?

Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrgangi, oft úr garðalóarhroða ofan af fjárhúsakróm. Önnur gerð var þannig að tvö stutt fléttuð bönd voru saumuð saman um miðjuna, en þannig að auga var látið vera á móti legg á báðum endum, var svo hneppt beggja megin utan um báða fætur hestsins.

Hnapphelda með legg sem varðveitt er á Byggðasafni Árnesinga.

Orðið hnapphelda er mest notað í yfirfærðri merkingu og þá í ýmsum myndum. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:363) eru þessar nefndar: 1. fá á sig hnapphelduna ‘kvænast; athafnafrelsi e-s er skert’, 2. koma á e-n hnappheldunni ‘koma e-m í hjónaband’, 3. leggja á e-n hnapphelduna ‘hindra e-n, takmarka frelsi eða svigrúm e-s’ og 4. vera kominn í hnapphelduna ‘vera genginn í hjónaband.’

Samkvæmt Ritmálsafni Orðabókar Háskólans eru orðasamböndin nr. 1 og 3 þekkt frá síðari hluta 19. aldar en nr. 2 og 4 frá síðari hluta 20. aldar. Vísunin til hafta hesta er augljós. Sá sem kominn er í hnapphelduna er fasthnepptur.

Heimildir og mynd:

  • Iðnsaga Íslands. 1943. I-II. Útgefandi Iðnaðarmannafélagið. Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. 2. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 30.9.2023).
  • Mynd: Byggðasafn Árnesinga. Birt með góðfúslegu leyfi.

...