Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Unnar Árnason


Keops-píramídinn

Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er elstur og stærstur píramídanna þriggja. Kefrens-píramídinn er aðeins minni en píramídi Keops, reistur af syni hans Kefren (eg. Khafre). Yngstur og langminnstur er píramídinn kenndur við Mýkerínos (eg. Menkaure), son Kefrens.


Píramídarnir í Giza séðir úr suðri. Píramídi Mýkerínosar næstur, síðan Kefrens og loks Keops.

Píramídarnir í Giza eru mikil mannvirki og ekki er alveg ljóst hvernig þeir voru byggðir. Keops-píramídinn telst enn til mestu bygginga heimsins og Forngrikkinn Heródótus segir að það hafi þurft 20 ár og um 100.000 manns til að reisa hann. Ef sú tala stenst má gera ráð fyrir að vinna við píramídann hafi verið árstíðabundin, það er á meðan flóð stóðu yfir í Níl og ekki var hægt að vinna á ökrunum. Fornleifauppgröftur bendir til þess að minni vinnuhópur, um 20.000 manns, hafi búið við píramídann yfir allt árið.


Kefrens-píramídinn

Keops-píramídinn var upprunalega 147 m hár og meðalhliðarlengd 230 m. Kefrens-píramídinn var litlu minni eða 143 m á hæð og með hliðarlengd upp á 216 m. Mýkerínosar-píramídinn var “aðeins” 66 m hár og hliðar hans 109 m langar. Píramídarnir eru byggðir úr gulum kalksteini og voru klæddir að innan og utan með fínni, ljósari kalksteini. Sú klæðning er að mestu horfin að utan nema á toppi Kefrens-píramídans.


Mýkerínos-píramídinn

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega er spurningin svohljóðandi:

Hvað heitir píramídinn sem stendur hliðina á Kefrenspíramídanum og er kallaður Píramídinn mikli?

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

25.3.2003

Spyrjandi

Sigrún Helgadóttir, f. 1991

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3276.

Unnar Árnason. (2003, 25. mars). Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3276

Unnar Árnason. „Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3276>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Keops-píramídinn

Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er elstur og stærstur píramídanna þriggja. Kefrens-píramídinn er aðeins minni en píramídi Keops, reistur af syni hans Kefren (eg. Khafre). Yngstur og langminnstur er píramídinn kenndur við Mýkerínos (eg. Menkaure), son Kefrens.


Píramídarnir í Giza séðir úr suðri. Píramídi Mýkerínosar næstur, síðan Kefrens og loks Keops.

Píramídarnir í Giza eru mikil mannvirki og ekki er alveg ljóst hvernig þeir voru byggðir. Keops-píramídinn telst enn til mestu bygginga heimsins og Forngrikkinn Heródótus segir að það hafi þurft 20 ár og um 100.000 manns til að reisa hann. Ef sú tala stenst má gera ráð fyrir að vinna við píramídann hafi verið árstíðabundin, það er á meðan flóð stóðu yfir í Níl og ekki var hægt að vinna á ökrunum. Fornleifauppgröftur bendir til þess að minni vinnuhópur, um 20.000 manns, hafi búið við píramídann yfir allt árið.


Kefrens-píramídinn

Keops-píramídinn var upprunalega 147 m hár og meðalhliðarlengd 230 m. Kefrens-píramídinn var litlu minni eða 143 m á hæð og með hliðarlengd upp á 216 m. Mýkerínosar-píramídinn var “aðeins” 66 m hár og hliðar hans 109 m langar. Píramídarnir eru byggðir úr gulum kalksteini og voru klæddir að innan og utan með fínni, ljósari kalksteini. Sú klæðning er að mestu horfin að utan nema á toppi Kefrens-píramídans.


Mýkerínos-píramídinn

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega er spurningin svohljóðandi:

Hvað heitir píramídinn sem stendur hliðina á Kefrenspíramídanum og er kallaður Píramídinn mikli?
...